Einu sinni ætlaði ég að verða læknir og lækna hnéð á pabba, því hann var nýbúinn að detta og meiða sig á hnénu. Svo ætlaði ég að vera bóndakona. Hef örugglega oft ætlað að vera læknir. Svo seinni árin hefur mig langað að vera nuddari, tónlistamaður, sjúkraþjálfi, stærðfræðingur, eðlisfræðingur, efnafræðingur og verkfræðingur. Ég held samt að ég haldi mig við eitt af þessum síðustu.