Ég var að lesa þessa frétt:

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1224585

og ég er mikið búin að vera að pæla í þessu síðasta:


“Rowling sagði nýverið frá því að hún hafi lent í rifrildi við öryggisverði á flugvelli í Bandaríkjunum af því að þeir vildu ekki leyfa henni að hafa handritið að nýju bókinni í handfarangri. Hún neitaði að fara um borð án þess.

Hún segir að stór hluti þess hafi verið handskrifaður og engar kópíur til af því sem hún hafi skrifað á meðan hún dvaldi í Bandaríkjunum. Á endanum hafi hún fengið að fara með handritið um borð, vafið í gúmmíteygjur.”


Ég er búin að heyra margt um þetta með að það má ekki fara með ákveðna hluti í handfarangur - Hættulegir hlutir og eitthvað. En ég fór að pæla, hvað á hún að gera með nokkur blöð? Drepa fólk með papercut!? Ok, JK Rowling gæti verið hryðjuverkamaður og gæti hafa hellt fljótandi sprengiefni á blaðsíður síðustu bókarinnar og ætlar örugglega að sprengja upp flugvélina, er það ekki? Og hvað gera gúmmíteygjurnar?

Bætt við 20. september 2006 - 11:24
Og bara til að forðast misskilning. Ekki taka mark á þessum korki, þetta var djók (það eru alltaf einn og einn sem misskilja allt grín hérna) og engin skítköst :)