Ég var bara að velta því fyrir mér hvort einhver annar upplifir þetta.

Ég á það til(næstum því daglega) að detta algjörlega úr sambandi við umheiminn og vera bara í mínum eigin heimi að hugsa um eitthvað og þetta eitthvað getur verið frá því að vera hvað ég ætli að gera þegar ég komi heim upp í til hvers lífið sé.

Þetta er farið að trufla mig mjög mikið vegna þess að mamma mín er kannski að segja mér að gera eitthvað og ég segi bara ósjálfrátt já og síðan þegar ég ranka við mér nokkrum mínútum seinna veit ég ekkert hvað hún var að segja og ef ég tala við vini mína í síman og þeir eru að segja mér frá einhverju þá dett ég mjög auðveldlega yfir í að fara að hugsa um hvað konan í sjónvarpinu sé í hræðilega ljótum fötum.

Þetta er skrítið “trance” sem ég fer í .. stundum mann ég ekki einu sinni eftir því að hafa sagt já eða svarað manneskjunni sem er að tala við mig á einhvern hátt.
Ég er ekki að dissa þig… Hálfviti!