Hvað finnst ykkur um þau áhrif sem við fáum frá fjölmiðlum og tísku um að við eigum að líta svona og svona út? Grindhoruð módel í Hollywood sem láta ungar stelpur fá átröskun.
Margir eru á móti þessum iðnaði og öllu þessu dæmi og segja að við eigum að vera ánægð með hvernig við lítum út, að það sé ekkert ákveðið útlit sem við eigum að fylgja.
Ég er eiginlega á móti þessu að hluta til. Auðvitað á maður ekki að svelta sig í hel til þess að líta út eins og einhverjar fáránlegar konur á tískupöllum. En mannslíkaminn er gerður til þess að vera ekki of mjór og ekki feitur. Maður lifir langheilbrigðast á því að vera soldið “fit”.
“Það skiptir engu máli hvernig þú lítur út svo lengi sem þú ert ánægður með sjálfa(n) þig.” segja margir. En það er t.d. ekki heilbrigt að vera feitur og hreyfa sig ekkert, þó svo að maður sé fullkomlega ánægður með sjálfa(n) sig.
Hvað finnst ykkur?