Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Niccolo Paganini

í Metall fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Haha :D Þú meinar það … Ég veit ekkert hver þetta er :P

Re: Trivia úrslit

í Gullöldin fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég kannast nú alveg við Dead, Jefferson Airplane og Velvet Underground, en hef aldrei heyrt um t.d. Clancy Brothers og E-steet Band :S Ég er kannski bara léleg í þessu … Ég hef líka lítið kynnt mér gullöldina, fyrir utan þessi stóru bönd, af því ég er eiginlega meira fyrir aðrar stefnur og á alveg nóg með að hlusta á það allt :)

Re: Trivia úrslit

í Gullöldin fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég vissi ekki eina einustu spurningu. Hef ekki einu sinni heyrt um nærri því allar hljómsveitirnar. Ég hafði ekki einu sinni grun um það sem þú sagðir að væri skítlétt, nema ég vissi á hvaða áratug Pink Floyd byrjuðu … Ætli ég sé ekki bara léleg í trivium ;)

Re: Niccolo Paganini

í Metall fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Af hverju ekki opinberlega?

Re: bitlarnir

í Gullöldin fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Hverjum er ekki sama þótt einhver hljómsveit sé ofmetin? Ég hélt við hefðum rætt þetta hérna um daginn …

Re: Fyrra nám metið inn í FG eða FB?

í Skóli fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég held að allir skólar með áfangakerfi meti einingar úr öðrum skólum. Ég hef allavega ekki heyrt neinsstaðar að það sé erfitt. Ertu annars ekki að meina það?

Re: Jazzari Og Blúsari Vikunnar

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Einmitt. Mér finnst bara að það ætti að vera hægt að setja fleiri myndir og texta fyrir neðan þær í greinum … Eitthvað sem bráðvantar í greinar hérna á huga.

Re: Vetrarborgin

í Skóli fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það er sniðugt … Mín aðferð er yfirleitt að eiga tvíburasystur sem glósar fyrir mig :) Það er samt bara í skylduáföngum í tungumálum (einu áfangarnir sem við tökum báðar) og eitthvað sem ég er ekki að fara í mikið lengur :) Ég prófa kannski þína aðferð þegar ég losa mig við tvíburann minn ;)

Re: Jazzari Og Blúsari Vikunnar

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Já, mér finnst þetta flott. Þú þarft samt ekki að breyta neinu útaf mér. Ég les yfirleitt fyrirsagnir og skoða myndir og ef mér finnst það áhugavert píni ég mig gegnum texta :) En það er samt eiginlega bara í tölvu sem ég les ekki langa texta :/

Re: Vetrarborgin

í Skóli fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það er samt oft svo erfitt. Ég get ekki glósað úr svona bókum. Get eiginlega aldrei glósað sjálf, nema taka allan daginn í einn kafla :P Fer alveg með athyglina :/

Re: Jazzari Og Blúsari Vikunnar

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ef ég á að vera alveg hreinskilin hef ég ekki lesið orð í þessu. Það er af sömu ástæðu og ég les eiginlega aldrei greinar hér á huga, ég á of erfitt með að einbeita mér :/

Re: Úff,,, Flensborg.

í Skóli fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Mér hefur alltaf litist vel á Flensborg. Kannski af því ég heyri annað slagið um þennan skóla þegar ég horfi á sjónvarpið heima hjá vinkonu minni - Mamma hennar var með allskonar frægu fólki í Flensborg :P

Re: hehe

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ekki ég heldur … Ertu með langan fattara? Eins og það vantar í mig finnið (ég finn aldrei hluti) :P

Re: Fjórfalt nöldur

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það er þegar maður nagar … Veistu hvað mannabit er hættulegt? :P

Re: Ferðalög

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Örugglega ekki neitt. Jú, ég ætla að komast í heimsókn í sveitina hjá ömmu minni og afa á Barðaströnd í sumar, ef ég get. Það er líklega það lengsta sem ég fer :) (frekar langt því ég er á Austurlandi)

Re: Vantar glósur úr Dauðarósum

í Skóli fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég elskaði þessa bók :) Nei, því miður glósa ég aldrei úr svona bókum (tók samt próf úr henni í ÍSL 103) og það eru mjög fáir sem gera það. Ég hef séð þessa spurningu áður svo ef það er einhver hérna sem á glósur geturðu örugglega fundið það í gömlum þráðum.

Re: láta tíma líða hraðar?

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Horfðu á endalaust af einhverjum skemmtilegum þáttum. Ég mæli með How I Met Your Mother, House eða Stargate ef þú fílar þannig (ég horfi samt ekki á það, vinur minn horfir stanslaust á þetta og hann segir að þetta sé skemmtilegt :P)

Re: ARGH!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég man eftir því þegar ég var enn á þeim aldri þegar maður hélt bekkjarkvöld … Kennarinn okkar svindlaði og hélt bara 1 bekkjarkvöld á ári meðan hinir bekkirnir fengu 2-3 :/ Við vorum mjög fúl þá :P Feel your pain með þennan fyrirlestur. Einu sinni vann ég í fyrirlestri fram á nótt, eftir 7 klst. skóla og 8 klst. vinnu, og svo virkaði skjávarpinn ekki :/ Það var mjög fúlt.

Re: Fjórfalt nöldur

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ef maður fengi sýkingu útaf svona væri ég dauð. Ég hef aldrei fengið sýkingu í sár, þegar ég pæli í því …

Re: verð á hinu og þessu.

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Úúúú Sólhattur er ógeð, en virkar (hvort sem það er andlega eða líkamlega, skiptir ekki máli)

Re: Það er spurning..

í Rómantík fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Awww … Ég sakna skátanna :/ Félagið mitt hætti fyrir löngu :(

Re: Það er spurning..

í Rómantík fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Fyrsta sem ég man eftir að fyrrverandi kærasti minn sagði var “Ohh, ég fékk villu á stafsetningarprófinu!” (eða eitthvað þannig). Næsta setning var um að hann hefði fengið 10 á 2 samræmdum prófum … Nokkuð gott “first impression” :) Hehe :P Annars var það bara gegnum vini mína, eins og flestir aðrir sem ég þekki …

Re: Ástarbréf? Könnun

í Rómantík fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Sama hér … Svo var maður alltaf píndur í þessa leiki með fólki sem maður vildi ekki einu sinni þekkja … Úff, minnir mig á hvað bekkjarsystkini mín voru (og eru) miklir hálfvitar :/

Re: verð á hinu og þessu.

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Vá … Fyrstur :/ Pabbi vinkonu minnar fékk svona í sogæðakerfið. Þurfti að fá sprautu á klukkutíma fresti. Ég var svo heppin að fá þetta bara í hálsinn og þurfti bara að taka þessar ógeðslegu töflur :)

Re: ÍSL 403

í Skóli fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Já, þetta er frekar erfitt. Ég náði samt alveg 9,2 :) Sem er ótrúlegt!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok