fyrst að fólk vill fá að vita e-ð um hann, þá ætla ég að posta verkefni úr skólanum:) enjoy!

Niccolo Paganini

Niccolo Paganini fæddist árið 1782 í Genúa á Ítalíu.
Ungum að aldri var honum gefin fiðla af foreldrum sínum sem stuðluðu að því að vekja áhuga hans og auka færni sína t.d. með því að faðir hans læsti hann í herbergi við æfingar í klukkutíma í senn. Þegar Niccolo var 11 ára kom hann fram opinberlega í fyrsta skipti og frumflutti nokkur verk úr sinni eigin smiðju við mikið lof, en hann fór fyrst í tónleikaferð aðeins 13 ára.
Niccolo fluttist til Lucca árið 1801 þar sem hann varð forvígismaður hinnar nýju þjóðarhljómsveitar. Ástkona hans hvatti hann til að semja tónverk fyrir gítar og þannig urðu til fullt af verkum þ.á.m. 12 sónötur fyrir fiðlu og gítar. Árið 1805 fluttist systir Napóleons Bonaparté, Elísa prinsessa, til Lucca. Þar heillaði Paganini hana upp úr skónum þar sem hann spilaði af fingrum fram tónverk sem var einungis leikið á tvo strengi fiðlunnar, sem Paganini túlkaði sem elskendur. Niccolo hélt upp á afmæli Napoleons með Napóleonssónötunni sem var einungis leikin á einn streng. Paganini yfirgaf Lucca í kringum 1809 til þess að ferðast um Ítalíu. Hann heillaði áheyrendur víða með snilld sinni þar sem hann flutti hvaða verk sem var við beiðni svo lengi sem nóturnar voru lagðar fyrir hann. Til þess að sýna ótrúlega hæfileika sína samdi hann ótrúlega erfið tónverk, þar má nefna 24 Caprices þar sem tæknilegar kröfur eru svo miklar að margir telja líkurnar á því að einhver gæti spilað þetta stjarnfræðilegar, þess vegna segja margir að eini maðurinn sem hefði fetað í þau fótspor að spila verkið var Paganini sjálfur. Hann samdi einnig mikið fyrir hljómsveitir og fjöldann allan af fiðlukonsertum og Le Streghe-tilbrigðin (Nornadansinn) fyrir fiðlu og hljómsveit. Niccolo var mjög dulinn maður, þar með talið ósnyrtilegt útlit og tryllingslegs augnaráðs. Þá töldu margir að hann hefði fengið kynlega hæfileika sína með samningi við Djöfulinn sjálfann og var því gjarnan uppnefndur ,,Sonur Skrattans”.

Árið 1824 hóf hann ástarsamband með Antoniu Bianchi. Þegar að því sambandi lauk fékk hann forræði yfir syni þeirra, Achille. Paganini hélt vinsæla tónleika í Vínarborg, Berlín og París á árunum frá 1828 til 1831. Gengi hans í Lundúnum var tilkomuminna en í hinum borgunum þar sem að óhóflegt miðaverð ýtti undir óánægju þeirra sem vildu fá að sjá hinn mikla snilling á sviði.


Miðaverð á tónleika hans var lækkað og The Times sem mótmæltu miðaverði með slæmum umsögnum urðu að gjöra svo vel að viðurkenna snilligáfu Paganinis þótt erfitt yrði að kveða niður ásakanir um fjárdrátt.
Eftir 1834 urðu vaxandi veikindi að enda ferils Paganini. Hann varð háður fjárhættuspilum og lagði mikið fé til að viðhalda fíkninni í spilavíti í París þangað til að veikindin höfðu betur fyrir honum, hann þjáðist af krabbameini í barkakýli.

Paganini hafði áhrif á tvenna vegu. Hann var öðrum hljóðfæraleikurum hvatning og fyrirmind í tæknilegri snilli og jók dýrkun á hljóðfærasnillingum og hann vísaði tónskáldum veginn í að gera ráð fyrir frábærum snillingum í verkinu sjálfu. Frábærar etýður Chopins eiga Paganini margt að þakka og merku tónskáldin Brahm og Schubert voru einnig einlægir aðdáendur hans.
Dæmi um gífurlega færni hans eru að allur fjandinn af tónskáldum hafa samið tilbrigði við eitt tónverka hans, Caprice nr. 24 í a-moll og eru tónskáldanna á milli til dæmis Brahm, Rakhmaninov, Lutoslawski og Andrew Lloyd Webber.

Margir nútímagítarleikarar hafa tekið verk hans sér til yndis, t.d. í myndinni Crossroads með Steve Vai spilar hann 5. kaprísu á íslensku eða Paganini’s 5th Caprice.

Þó eru til dæmi um að Yngwie Malmsteen eigi það til að fá lánaða búta hér og þar úr verkum hans, hann er einnig þekktur fyrir að eiga það til að hita upp með verkum Paganinis.