Ég er að fara í próf á morgun úr lærdómsöld. Ég er með bækurnar Rætur og Frá lærdómsöld til raunsæis.

Það vill svo skemmtilega til að ég man ekkert úr þessu. Ég fylgist vel með í tímum en svo var kennarinn minn veikur í 2 vikur. Strax og var ákveðið að fá afleysingakennara (þegar var víst að hinn komi ekki strax aftur) ákvað hún að skella á okkur prófi!

Allavega, á einhver, eða veit um, glósur úr þessum bókum? Ég er að reyna að lesa þetta, en vegna athyglisbrests á ég frekar erfitt með að komast í gegnum allar 130 blaðsíðurnar …

Verst að ég veit ekkert hvernig próf þetta verður og ekki heldur á hvað kennarinn legur áherslur á, af því hún var bara að byrja að kenna okkur :/

Ég er í vondum málum :S