Ég myndi skilja þetta með 12 ára vandræðagelgju. En kommon, 17 ára stelpa ætti að geta hugsað um eitthvað sjálf. Hún á ekki að ráða yfir þínu persónulega lífi eins og það skipti hana einhverju máli. Allt í lagi að minna þig á að læra eða biðja þig um að koma ekki of seint heim, en þetta er of mikið! Ef hún er að hafa áhrif á þitt persónulega líf ætti hún ekki að vera forráðamaður þinn, það eru brot á þínum rétti, að mínu mati. Alltaf hægt að tala við umboðsmann barna ef þú ert búin að fá nóg :)