Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

davido
davido Notandi frá fornöld Karlmaður
50 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Konum
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001

Re: Íslam ;)

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hvað er trúarbragð? Er það eitthvað bragð til að fá menn til að trúa því sem þú ert að bulla hérna? Líklega ertu þó að tala um trúarbrögð ;) og þá er ekki mikill munur á kúk og skít, í það minnsta þegar Íslam er borið saman við kristni og/eða gyðingdóm.

Re: C++ Byrjenda Hjálp

í Forritun fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Einfaldast er að opna bara command prompt og keyra forritið þaðan :)

Re: Innflytjendamál í USA

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Nei, það bara gerir ekki neitt þó maður kaupi ekki bensín í einn dag :)

Re: Innflytjendamál í USA

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Er það ekki alltaf svolítið fyndið þegar verið er að hvetja fólk til að versla ekki einn ákveðinn dag - eins og þarna t.d. og eins og hefur verið reynt hér á Íslandi í sambandi við bensínið :) Málið er að það skiptir engu máli hvort þú kaupir viðkomandi vöru í dag, í gær eða á morgun - ef þú á annað borð bara kaupir hana :) Hins vegar er það kjörin leið til að sýna fram á mikilvægi ákveðinna stétta, að leggja niður vinnu einn ákveðinn dag - það er eitthvað sem allir taka eftir (nema auðvitað...

Re: Línubil í Visual Basic 6.0

í Forritun fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það heitir “Bulleted list” uppá ensku - gæti þá útlaggst sem kúlulisti, eða depillisti, eða jafnvel depiltalning á okkar ástkæra, ylhýra :)

Re: Smá challenge

í Forritun fyrir 19 árum, 2 mánuðum
LOL - Sammála Bessa B. :) Þetta er svo einfalt forrit Whipper minn að þú hlýtur að geta klórað þig fram úr þessu - en ef ekki, þá skaltu spyrja sjálfan þig að því hvort þú eigir ekki bara að hætta í þessum forritunaráfanga ;)

Re: Útskýrið þessi hugtök (á íslensku)

í Forritun fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Í fyrsta lagi þá er verið að tala um klasahugtök hér. Private er þar notað sem eitthvað sem viðkomandi klasi sér einn. Tilvik af klasanum sjá ekki breytur og föll sem skilgreint er sem private. Private hluti klasa erfist ekki. Public er hins vegar hið gagnstæða, þ.e. allt sem skilgreint er sem public er sýnilegt öllum sem nota klasann og public breytum er hægt að breyta með einfaldri gildisveitingu. Get og Set í þessu samhengi er þá að öllum líkindum (nú er ég bara að giska, þar sem þú ert...

Re: Alarm hljóð

í Windows fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Nei það er rétt hjá þér að þessar upplýsingar eru ekkert voðalega nákvæmar :) Það sem mér dettur í hug er að hugsanlega er eitthvað að ofhitna hjá þér. Lausn á því getur verið að ryksuga tölvuna og/eða skipta um viftu/r. Svo getur hugsast að þetta sé lyklaborðsbufferinn sem er að fyllast. Lausn á því er einfaldlega að disabla PC-Speaker. Þetta er gömul arfleifð frá því að tölvur voru ekki með alvöru hljóðkort, heldur bara svona “pípara”. Ef það er ekki annaðhvort þessara atriða, þá þarftu...

Re: Mesta sem má vera í windows.

í Windows fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Reyndar er það ekki 4-6GB, heldur er það alveg ákveðið mikið sem það styður ;) 32bita Windows styður 4.294.967.295Bytes (4GB) 64bita Windows styður örlítið meira, eða 18.446.744.073.709.551.615Bytes (18PB (18milljón gígabæt)). Engu að síður er það ekki alveg “allur fjandinn”, þó vissulega sé það komið mjög nálægt því :) Til að fullnýta minnismöguleika 64b örgjörva (og 64b Windows), þarf að punga út kr.135.900.000.000,- m.v. núverandi verðlag á minniskubbum (það eru 135milljarðar og...

Re: [I'm] Server í kvöld

í Battlefield fyrir 19 árum, 2 mánuðum
It's…. a Miracle :)

Re: Hraðamælir

í Grafísk hönnun fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ef þú skoðar myndina aðeins betur, þá sérðu að það er lítill svartur hringur í miðjunni. Nálarnar eiga að snúast utan á þeim hring :)

Re: Patcha BF2

í Battlefield fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Bara til að fyrirbyggja allan misskilning, þá veður þú í villu og svíma félagi. Ég ræð mönnum eindregið frá því að installa öllu á Windows-diskinn (eða þann disk sem stýrikerfið er á, oftast C:\ ), nema auðvitað að menn séu bara með einn disk.

Re: Skilaverkefni

í Forritun fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það fer auðvitað eftir því hvað hann á við með “lokaverkefni” og fyrir hvaða áfanga það er :) Sem lokaverkefni í einhverjum einum áfanga í framhaldsskóla t.d. þá gæti þetta verið allt í lagi - og það er svo sem ekki eins og þurfi að vinsa aðalatriðin út úr einhverju upplýsingaflóði hjá honum :Þ

Re: Skilaverkefni

í Forritun fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Gerðu dagatal sem er hægt að setja inn áminningar í. Getur þá notað það næst til að minna þig á að byrja fyrr á næsta verkefni sem þú átt að skila ;)

Re: Shoutcast - Eitthvað annað en það

í Windows fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ekki forrit reyndar, en… fáðu þér vinnu sem dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöð? Er ekki annars bara spurning að fá Shoutcast til að virka - er eitthvað líklegra að önnur forrit virki betur hjá þér ef þú ert “klaufi í að fá forrit til að virka” á annað borð? Bara hugmynd :D

Re: Virus,,,, damn

í Windows fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Verð bara að leiðrétta þig aðeins ;) Norton er einmitt mjög góður sem vírusvörn og ef þú ert með Norton Internet Security t.d. þá þarftu svo sem ekkert annað. Hins vegar get ég alveg tekið undir það að hann er tiltölulega þungur í keyrslu - en séu menn með sæmilega vél og nóg minni, þá skiptir það yfirleitt engu máli. Mikils misskilnings gætir samt með vírusvarnir annarsvegar og anti-spyware hinsvegar. Þetta er bara tvennt ólíkt. Þeir sem eru með t.d. eldri gerð af Norton, eru oftast bara...

Re: Next Takki í Visual forritun

í Forritun fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þá seturðu þetta í On-click event á hnappnum :) Svo þarftu bara að komast að því hvað propertyið heitir á labelnum sem þú vilt breyta. Það heitir yfirleitt (held ég - allavega það sem ég þekki til) Caption, en gæti líka heitið Title, Text eða eitthvað slíkt. Bara spurning um að prófa. Ef þú ert að meina að textinn eigi að breytast á hnappnum sjálfum, þá erum við ekki að tala um label, heldur button (hnapp). Kódinn fyrir það er alveg eins, nema í stað MyLabel.Caption notarðu MyButton.Caption....

Re: Next Takki í Visual forritun

í Forritun fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Fer auðvitað eftir því hvaða mál þú notar :) En svona einfalt dæmi, sem líklega er svipað í flestum visual umhverfum geri ég ráð fyrir. Í on-click event á labelinn seturðu: MyLabel.Caption = “nýji textinn”; Annars er yfirleitt betra að nota button frekar en label, ef þú ætlast til að notendur smelli á það. Kódi fyrir button er nánast eins :)

Re: GEÐVEIKT

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
3ja sætið fékk um 10.000 atkvæði, 2að sætið fékk um 20.000 atkvæði og Silvía fékk um 70.000 atkvæða - af rúmlega 100.000 atkvæðum. Sé ekkert undarlegt við þetta.

Re: Sigur Rós

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
ehh.. nei þú ert með þetta á einhverju bulli bara. Sambland af ensku og þýsku og er í engu samhengi við það sem þú virðist vera að reyna að segja?

Re: Ljósashow

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já og svo er auðvitað óþolandi þegar menn gefa stefnuljósið löngu áður en þeir ætla að beygja - hef jafnvel séð menn keyra fram hjá 2 beygjum áður en þeir síðan beygðu - en alltaf með stefnuljósið á.

Re: Ljósashow

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Tjah… nema það hafi breyst eitthvað, þá er ekki skylda að gefa stefnuljós, það er bara álitið sjálfsögð tillitssemi. Svo eru stefnuljós ýmist rangt eða ekki notuð, sem er auðvitað óþolandi. Ég vil bara benda á að þetta eru stefnuljós en ekki beygjuljós - þ.e. það á að gefa stefnuljós þegar “sjálfgefinni” aksturslínu er breytt, en ekki bara þegar maður beygir. Þannig gefur maður stefnuljós INN á af-/aðrein en ekki út af henni. Ef maður er á beygjuakrein þá á ekki að gefa stefnuljós, nema...

Re: hjálp!!!

í Forritun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
það er náttúrulega ekki nóg að vista þetta sem .exe - þú verður að compila þetta til að það verði keyrsluskrá (.exe).

Re: server! Hjálp

í Battlefield fyrir 19 árum, 8 mánuðum
ha?

Re: BF2 VS CS:S

í Battlefield fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ef þú ert búinn að prófa báða leikina og “fílar” þá báða - hvers vegna ertu þá að spyrja okkur? Mér sýnist þetta bara vera spurning sem þú getur svarað mun betur en einhver annar - hvort sem það er bf2 eða cs:s spilari. Atriði sem þú getur notað til að hjálpa þér í ákvarðanatökunni eru t.d.: 1. Hvoru megin eru flestir vinir þínir að spila? 2. Hvort samfélagið telurðu að sé skemmtilegra/betra? 3. Hvorn leikinn telurðu líklegra að þú fáir í afmælisgjöf/jólagjöf? 4. Hversu góða tölvu ertu með?...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok