Eins og orðið er í flestum vestrænum ríkjum eru innflytjendamálin orðið hitamál í USA. Aðallega er um að ræða milljónir fólks með uppruna í S-Ameríku, sem taka með sér spænskuna og er hún nú að verða áberandi í syðri hluta USA og einnig í stærstu borgunum með sýn innflytjendahverfi.

Nú er töluverð spenna í þessum málum þar sem tekist er á um ný lög um þessi mál, hvort eigi að leyfa þessu fóli að setjast að eða að reka það úr landi,en svipað og hér er þörf fyrir flest þetta fólk til að vinna “vondu” störfin.

En það er fleira sem veldur spennu þessa dagana því nú eru margir forystumenn innflytjenda að hvetja til þess að fólk taki sér frí 1 Maí og fari í kröfugöngu, en þessi dagur hefur aldrei verið í hávegum í USA. Annað sem er ekki að kjæta “gamla og góða” Kana eins og Bush er að út er komin spænsk útgáfa af þjóðsöng þeirra, og er nú spilaður sem aldrei fyrr á spænsku stöðvunum.

Ég held að nú séu rótgrónir enskumælandi Kanar álíka hræddir og margir Evrópubúar eru við múslímana sem hafa komið sér fyrir í þeirra samfélögum, en á meðan trúmálin eru ekki vandamálið þarna þá er það tungumálið og sú hugsanlega framtíð að spænskan verði ríkjandi mál í USA.