Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
“vinur” minn…ég verð samt eiginlega að segja að ég hafi gert mér þetta sjálf, því ég samþykkti krassið áður en hann tattúaði það á mig :P Ég er bara heppin að þetta sé svona lítið og einfalt að covera :D

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Of course :D

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Í þessum stíl já, það var ég með í huganum allavega, en eins og greinilegt er afmyndaðist þetta ööööörlítið :P

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Oh damn…hehe, búin að vera í rugli heilllengi þá :P En ok, here goes: http://s258.photobucket.com/albums/hh267/Tota_rocks/?action=view&current=Ttan002.jpg Bætt við 27. mars 2008 - 20:55 Nei bíddu…frekar þennan link… http://i258.photobucket.com/albums/hh267/Tota_rocks/Ttan002.jpg

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Er að reyna að bæta link við á greinina..en það gengur frekar illa, ég sé hvergi “bæta við”

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hehe..nei, nebbla ekki :S Ég er að fara í gegnum hjálparkorkana núna, alveg úti á þekju!

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hvar er sá takki? Ég er búin að vera í korter að reyna að leita að þessu :(

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
I knooowww…úff..þetta fjárans tattú hefur bara valdið mér vandræðum :S Veistu hvernig ég get bætt við greinina mína, ætla að setja link á mynd af þessu o.O

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Núúúú???? Hehe..sund..MR…any of this ring a bell? :P

Re: Ófríðir karakterar

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hmmm, mér fannst Marv einstaklega myndarlegur karakter, hann var alls ekki svo ljótur, og röddin hans var sú allra flottasta!

Re: Harðari refsingar = svör við öllu

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Fangelsiskerfið hérna er fáránlegt. Frænka bestu vinkonu minnar var myrt af manni sem stakk hana með hníf aftur og aftur, sem bendir til að þetta var ekki bara einhver dópisti eða maður í reiðikasti (þó svo að það ætti ekki að afsaka neitt). Og maðurinn fór í fangelsi, en fékk að hitta fjölskyldu sína um helgar, þ.e. fara úr fangelsinu og vera tiltölulega frjáls!! Hvers konar réttlæti er það fyrir fjölskyldu stelpunnar?! Af hverju í ósköpunum ættu strangari refsingar að leiða af sér verri...

Re: One tree hill 6.Júní

í Sápur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég skil ekki af hverju allir eru svona á móti Hayle, af hverju má hún ekki ganga á eftir mesta tækifæri lífs síns? Þó að hún sé gift, þá þýðir það ekki að hún þurfi strax að verða undirgefin og auðmjúk manni sínum! Hún má eiga sitt líf og sína drauma. Mér fannst líka hræðilega fáránlegt að Nathan hafi ekki farið í körfuboltabúðirnar sem honum var boðið af því að hann vildi ekki fara frá Hayle, ef þau elska hvort annað í alvöru þá eiga þau að geta stutt hvort annað í því sem þau vilja gera!

Re: Hugrenningar um ,,Der Untergang

í Kvikmyndir fyrir 19 árum
Ég heyrði einhversstaðar að Bruno Ganz hafi lifað sig svo inn í hlutverk sitt að fólk á tökustað hafi beinlínis verið hrætt við hann, bara þögn og angdofi eftir tökur.. Veit einhver meira um þetta..?

Re: Sin City

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta virðist vera virkilega góð mynd. Ég var bara að pæla, eru allar persónurnar með ofurkrafta, eru þetta svona “superheroes”? Eða bara venjulegt fólk?

Re: Ég trúi á Guð.

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það er ekki búið að sýna fram á að jörðin sé eina plánetan í algeimi sem er lífbær! Að mínu mati er ekki séns að við séum einu geimverurnar, þar sem geimurinn er svo gríðarlega stór og mikill. Bara í okkar vetrarbraut eru milljarðar pláneta, það hlýtur að vera líf einhversstaðar þarna úti. Það að geimurinn sé svona stór finnst mér líka afsanna guðaímyndina, enginn andi eða himnadraugur gæti “skapað” eitthvað svona mikilfenglegt.

Re: Joaquin Phoenix

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það er nú varla hægt að fæðast með svona ör?! Þetta er ótrúlega svipað svona öri sem holgóma fólk fær eftir uppskurð, og nefið hans líka. Hann talar líka einhvern veginn eins og flestir sem hafa verið holgóma (þekki nokkra sem hafa farið í svona uppskurð) Ég held allavegana að það sé ekki líffræðilega hægt að fæðast með ör…

Re: Alexander

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já, af hverju í ósköpunum þarf Angelina að hafa hreim en enginn annar. Þetta kemur frekar hallærislega út, allavegana í auglýsingunum sem ég hef séð úr þessari mynd..

Re: Íslenskur þjóðsöngur

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Mér finnst þjóðsöngurinn fjalla allt of mikið um guð, hann er í rauninni eins og sálmur. Það er rangt að hafa þjóðsöng sem er svona trúarlegur þegar fjölmargir Íslendingar eru alls ekki trúaðir, eða hafa önnur trúarbrögð en kristni. Eina lagið sem mér dettur í hug að væri hentugur þjóðsöngur er Öxar við ána, þetta lag er auðvelt fyrir alla að syngja, engin trú kemur fram í því og hugsið ykkur hversu gaman væri að heyra svona kraftmikið og skemmtilegt lag á íþróttaleikjum og aðra atburði. Það...

Re: Uppáhaldið ykkar?

í Hátíðir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jólalag: White Christmas Hefð: Fara í bæinn á Þorláksmessu Undirbúningur: Pakka inn með jólalög í bakgrunni Matur: Hamborgarhryggur Drykkur: Malt og appelsín Veður: Ég vildi óska að það væri snjóandi á aðfangadag, stór og mikil snjókorn og logn Smákökusort: Ekki mikið fyrir svoleiðis, en eflaust piparkökur Gerfi eða alvöru tré: Gerfi, en brenna alvöru greinar í arninum… Rjúpa eða hamborgarahryggur: Hamaborgarhryggur með ljúffengri sósu, mmmm Malt eða Appelsín fyrst: appelsínið fyrst...

Re: Fuglaveikin & Miltisbrandur

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þó svo að við lifum á 21. öldinni þá er það engin garantering fyrir því að að séu til lyf við öllu, það er til dæmis ekki hægt að lækna eyðni. Plús það að þessi fuglaveiki er svo nýtilkomin að það er, held ég, frekar spurning um hvort það sé nægur tími til að finna upp lyf og dreifa því um heiminn. Svo heyrði ég að ef við fáum ekki bólusetningu hérna á Íslandi þá verður skólum lokað og flugi hætt og landið verður ein allsherjar sóttkví! Ég er allavegana orðin svoldið stressuð….

Re: America´s next top model

í Raunveruleikaþættir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mér fannst alveg hræðilegt að kærasti Shandi fyrirgaf henni, ef ég væri hann hefði ég að minnsta kosti beðið með að fyrirgefa henni þangað til að hún kæmi heim svo að hann gæti allavegana talað við hana betur um þetta.. Ég held að hann sé svoldill underdog. Annað sem mér fannst ömurlegt var að Shandi var ekki einu sinni búin að drekka mikið af áfengi, hún var alls ekki full heldur með fullu viti. Svo var hún að reyna að ásaka hinar stelpurnar um að hafa ekki dregið sig til hliðar! Að mínu...

Re: Í viðtali hjá hundaþjálfaranum

í Hundar fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hvaða tegund áttu? Bara að pæla…

Re: Góð bók...

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég er nýbúin að lesa Örvæntingu eftir Stephen King og hún er alveg frábær!! Mæli eindregið með henni. Ekki svona venjuleg spennusaga heldur mikið af pælingum og hryllingi… Annars vil ég líka benda á bækurnar um börn jarðar, Aylu og co. yndislegar bækur. Einnig er bókin Arabíudætur virkilega góð, eiginlega ævisaga en skrifuð undir dulnefni svo að konan sé ekki myrt, sönn saga um prinsessu í Arabíu, mjög átakanleg og hafði mikil áhrif á mig.

Re: Það að vera Goth

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er svoldið fyndið að sjá að allir eru yfir sig hneykslaðir á alhæfingum, nema þegar verið er að alhæfa eitthvað gott um Gotha. Það er alveg jafn rangt að segja að allir Gothar séu aumingjar og að segja að allir Gothar séu yndislegt fólk. Ég er viss um að það eru til Gothar sem eru mestu villingar og einnig til aðrir sem eru algjörir englar.

Re: Það sem mér finnst um stelpurnar í American next top model.

í Raunveruleikaþættir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hafiði séð mjaðmabeinin á Shandi? Og þegar hún gengur fyrir dómarana er eins og hún sé að detta í sundur! Mín skoðun er að hún sé með anorexíu eða einhvern annan vanda. En ég verð að segja að ég þoli ekki Catie! Hún gerir lítið annað en að kvarta og grenja yfir öllu sem hún þarf að gera. Og hún er svo leiðinleg við Xiomara. Besta stelpan í þessum þáttum samanlöðgðum var Elyse, hún gerði allt fullkomið og dómararnir dýrkuðu hana, ég skil ekki af hverju hún vann ekki. Svo var hún líka...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok