Íslenskur þjóðsöngur Nú á síðustu vikum og mánuðum hefur nokkuð verið rætt um að skipta um þjóðsöng Íslands.
Það er kannski að mörgu leyti skiljanlegt, þjóðsöngurinn sem nú er, er t.d. ekki fyrir venjulegt fólk að syngja. Raddsviðið þarf að vera gífurlegt til þess að auðvelt sé að syngja lagið.
Ekki er hlaupið að því að velja nýjan þjóðsöng, því að hugsa þarf útí ýmislegt, lagið verður að vera vel þekkt, auðvelt að syngja það og það verður helst að fjalla um ísland á fallegan og skemmtilegan hátt.
Mín skoðun er að nýr þjóðsöngur íslendinga ætti að vera lagið Ísland er land þitt eftir Magnús Þór Sigmundsson. Textinn er eftir Margréti Jónsdóttur, og byrjar á þessa leið:
“Ísland er land þitt og ávallt þú geymir.
Ísland í huga þér hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir.
Ísland í vonanna birtu þú sérð” og svo framvegis.
Lagið þekkja allir, og fjallar um landið okkar fagra, hina íslensku tungu, íslenskan bragarhátt, hið blikandi norðljósatraf, hina íslensku vornótt sem er björt eins og dagur og svona mætti lengi telja.

En þetta er mín skoðun,
nú væri gaman að heyra hvað ykkur finnst.
Hver er ykkar skoðun á þessu máli…?