Þetta er um hinn frábæra leikara [mitt álit] Joaquin Phoenix!

Joaquin [borið fram Waa-keen] Rafael Bottom var fæddur þann 28. október 1974 í San Juan, Puerto Rico. Foreldrar hans, Arlyn og John Phoenix, breyttu eftirnafni sínu í Phoenix 1975 og þegar Joaquin var ca. 4 ára breytti hann nafni sínu í Leaf en tók nafnið Joaquin aftur um 1990. Joaquin á 3 systur, Rain, Liberty og Summer og eru þær allar á einn eða annan hátt tengdar leiklistar eða tónlistarbransanum. Eldri bróðir hans River, dó 1993 þá 23 að aldri.
Þegar fólk sér Joaquin í myndum eða á ljósmyndum þá eru nokkrir hlutir sem þau taka strax eftir [oftast]. Augu hans eru eðalgræn og minna mest á kött, hann er með mjög löng augnhár og er líka með ör á efri vörinni. Það eru margar sögur um það hvernig hann fékk þetta ör eins og t.d. að þegar hann fæddist þá hefði verið stórt op og það hefði þurft að sauma það saman en það er ekki rétt. Hann einfaldlega fæddist bara með það.
Joaquin er með eitt tattú. Það er hringur á úlnliðnum hans. Hann sagði að það hefði verið of erfitt fyrir tattúverarann að gera hring og hann hefði klúðrað því en Joaquin hefði grátið svo mikið útaf sársaukanum að hann hefði ekki getað stoppað hann. Einn af vinum hans, Casey Affleck, er sagður eiga þetta á vídeo.
Ástarlíf hans hefur aldrei verið mikið í blöðunum en hann var með Liv Tyler u.þ.b 5 ár, frá 1995 – 2000. Þau kynntust við tökur á myndinni Inventing the Abbotts. Eftir það var hann með fyrirsætu frá Suður-Afríku sem heitir Topaz en hann er á lausu eins og stendur. Bestu vinir hans heita Casey Affleck, Ben Affleck, Vince Vaughn, Liv Tyler og Matt Damon.
Oft hefur verið rætt um það að Joaquin sé einungis frægur útaf dauða bróður hans, River sem dó fyrir utan the Viper Room, sem er skemmtistaður sem Johnny Depp átti á sínum tíma. Joaquin var með honum það kvöld og hringdi í neyðarlínuna og var samtal hans þar sjónvarpað og útvarpað um allan heim mörgum vikum og mánuðum eftir dauða River. Joaquin, sem hafði dregið sig í hlé frá kvikmyndaheiminum 1989, varð enn einrænni eftir dauða bróður síns en vinir hans náðu honum útúr skelinni og 1995 var frumsýnd fyrsta myndin sem Joaquin hefði tekið þátt í síðastliðin 6 ár. Sú mynd hét To Die For og skartaði Nicole Kidman, Joaquin og Casey Affleck í aðalhlutverkum. Næstu 5 árin lék Joaquin í mörgum myndum, stórum og smáum og stóð sig alltaf mjög vel ef marka má gagngrýnendur vestanhafs en árið 2000 kom síðan stóra tækifærið þegar honum var boðið hlutverk í myndinni Gladiator. Myndin varð gríðarlega vinsæl og Joaquin var tilnefndur til Golden Globe og Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í henni en fékk hvorug verðlaunin.
Mér finnst Joaquin vera einn af bestu og vanmetnustu leikurum sem komið hafa fram. Hann getur leikið hvaða hlutverk sem er, bæði í spennu, gaman og rómantík og mér finnst líka ekkert satt að hann sé bara frægur vegna bróður síns. River var mjög góður leikari og Joaquin er það líka. Ég vona bara að hann eigi mjög glæsta framtíð fyrir höndum:)

Hlutverk Joaquins í Kvikmyndum:

Spacecamp – Max (1986)

Russkies – Danny (1987)

Parenthood – Garry (1990)

To Die For – Jimmy Emmett (1995)

Inventing the Abbotts – Doug Holt (1997)

U-Turn – Toby N. Tucker (1997)

Return To Paradise – Lewis (1998)

Clay Pidgeons – Clay Birdwell (1998)

8 MM – Max California (1999)

Gladiator – Emperor Commodus (2000)

The Yards – Willie Gutierrez (2000)

Quills – Abbe de Coulmier (2000)

Buffalo Soldiers – Ray Elwood (2001)

Signs – Merrill Hess (2002)

It’s All About Love – John (2003)

Brother Bear – Kenai (2003)

The Village – Lucius Hunt (2004)

Hotel Rwanda – Jack (2004)

Ladder 49 – Jake Morrison (2004)

Walk the Line – Johnny Cash (2005)

Hlutverk Joaquins í Sjónvarpi:

Seven Brides for Seven Brothers… 1982

Mr. Smith… 1983

Hill Street Blues… 1984

Murder, She Wrote… 1984

The Fall Guy… 1984

Backwards: The Riddle of Dyslexia… 1984

Kids Don’t Tell… 1985

Morningstar/Eveningstar… 1986

Alfred Hitchcock Presents… 1986

Secret Witness… 1988

The Adventures of Superboy… 1990