Sin City Þessi mynd, leikstýrð af Robert Rodriquez (Desperado, Once upon a time in Mexico), Frank Miller (höfundur myndasögunnar) og Quentin Tarantino (Pulp Fiction, Kill Bill, etc.), er án efa besta mynd byggð á myndasögu sem gerð hefur verið.
Ef einhver hefur lesið myndasöguna veit hann/hún hve ótrúlega lík myndin er eftir henni, og gerði síðan “filmrot.com” það vel, en hún bar saman myndasögubrot og screenshot úr myndinni hér.

Myndin er öll tekin (eins og sést á síðunni) svarthvít með einstaka effectum s.s. blóði, augnalitum og fleiru. Það að augnaliturinn sést svo ótrúlega vel er að mínu mati er einstaklega frábært, þar sem í mörgum sögum og bókum er mikið gert úr lýsingu manneskju á augum þeirra, og það bætir persónusköpun frábærlega þegar gert er svo mikið úr augnalit. Mestmegins er þetta allt tekið upp fyrir framan greenscreen (sem þýðir að umhverfið er tölvugert), en það sést þó varla á performanci leikarana þar sem leikaravalið er engu verra en úrval leikstjóranna.
Við höfum þar Bruce Willis, Mickey Rourke, Jessica Alba (Dark angel, uppkomandi Fantastic Four), Benicio Del Toro og Clive Owen.
Sin City hefur soldið ýktan eldrimynda fílíng í sér sem er fallega settur inn og mixaður með mjög svörtum og leyndum húmor, og dökkum setningum og “monologes”.
Monologin eru aðalhetjurnar þrjár talandi við sjálfa sig, frekar drungalegar en allar þrjár koma með frábærar línur í þessum monologum, og mála svarthvíta myndina rauðum alvarleika og ugg sem maður verður einfaldlega dolfallinn af.


Þessi mynd er kominn í 104 sæti af 250 bestu myndum á imdb(sin city) og verðskuldar þann titil og meira.

John Hartigan: An old man dies. A young girl lives. A fair trade. I love you, Nancy.
True blindness is not wanting to see.