Ég var að koma frá hundaþjálfara sem er vægast sagt búinn að fylla hausinn á mér af fróðleik um hunda og uppeldið á þeim. Hann verðlaunar hundana ekki með nammi þegar þeir gera rétt heldur hrósar þeim bara og segir að það sé ögn erfiðara en það sé þess virði, hann vilji ekki að hundurinn sinn horfi á sig og bíði eftir verðlaunum í hvert skipti sem hann gerir eitthað rétt, en það er vissulega auðveldar að kenna hundinum með lifrarpylsunni góðu, mér fanst nú mikið til í þessu en er ekki viss um að ég vilji fara þá leið og er að spá í að nota verðlaun og smá draga úr því ég hef gert það fram að þessu kenndi honum að sitja og ég notaði smellu og smellti og gaf verðlaun en núna sest hann og fær bara hrósið fyrir, en hann á það nú reyndar til að setjast fyrir framan mig og ég les úr augunum er ég ekki góður ….hvar er nammið. En ástæðan fyrir því að ég hætti að gefa honum í hvert skipti er sú að ég var að henda dóti og láta hann sækja og koma með til mín nú ef ég var með of góð verðlaun í boði þá snéri hann við á miðri leið til að fá verðlaunin ….hann var of spenntur til að klára held ég það gæti þó verði þjálfunarleysið veit ekki.
Annað hann vildi að ég myndi hafa hann í búri á nóttunni en ég ætla nú ekkert að hugsa um það ég vil hafa hann uppí en tek núna teppið hans og læt hann halda sér á því og ætla að fá mér annað búr sem ég hef hann í hér heima ef ég þarf að skreppa eitthvað svo hann fari sér ekki að voða og er byrjuð að setja hann í það í smá tíma í senn til að venja hann við , hann var þar í 1 klst á meðan ég fór í ræktina og það gekk bara vel annars hefur hann bara verið í búrinu í bílnum og það gengur vel….vil hann venjist að vera þar rólegur þegar ég fer að vinna aftur 1/2 daginn , þá myndi ég reyna að komast heim í pásunni og hleypa honum út.
Alltaf vatn eða …það hefur allstaðar verið brínt fyrir mér að hafa alltaf ferskt vatn hjá hundinum en þjálfarinn sagði mér að gefa honum 3.svar á dag sem hentar hans aldri og þá vatn með taka það svo frá honum og alls ekkert vatn eftir 9 á kvöldin hann hefur ekkert með það að gera. (ég var sko alltaf með mat og vatn á gólfinu em er núna að setja dallana niður í 15 mín og fjarlægi þá svo )Ég veit ekki alveg hvort sé betra að skella skammtinum hans í skálina og láta hann vera þarna (því hann hlítur að éta það einhverntíman áður en ég gef honum aftur, það er minna mál en að vera alltaf með dallana uppá borði á milli mála.
Ég vil leifa hundinum að vera uppí sófa, hann sagði mér að gera það ekki að sjálfsögðum hlut fyrir hann heldur að hann fái að fara uppí með mínu leifi og að ég taki hann þá uppí sófann en leifi honum ekki að hoppa uppí hvenær sem honum hentar…það væri gaman að fá að heyra frá ykkur hvað þið eruð að gera til að halda góðan aga hjá ykkar hundum kv. Guðbjörg