Ófríðir karakterar Mér langaði til að taka þátt í þessari lista gerð sem er búinn að vera yfirráðandi hér á kvikmyndum, þannig að mig langaðu að Tala um ófríða karaktera og leikara.

Shrek- Shrek 1 & 2
Hver man ekki eftir græna tröllinu honum Shrek, fannst ég verða að nefna hann þótt hann sé teiknimynda persóna.

Gula ógeðið (man ekki nafnið)- Sin City
Úff hvað hann var ljótur þetta var næstum brútal, hann á svo sannarlega skilið að vera á þessum lista.

Marv(Mickey Rourke)- einnig í Sin City
Hann er eflaust með þeim ljótari. Hann er öróttur, óhemju stórgerður og asnalegur. Hann er samt algjört hörkutól og það bætir upp ljótleikann.

Igor- Young Frankenstein
Þeir gerast ekki mikið ljótari. Með útstæð og gapandi augu og greyið leikarinn leit svona út!

Karl(risinn)- Big Fish
Þessu karakter (og bara leikarinn sjálfur) er alveg afspyrnu ljótur og á svo sannarlega skilið að vera á listanum. Greyið maðurinn samsvarar sér engan veginn og er ansalegri í laginu en nýlistar skúlptúr.

Quasimoto- Hringjarinn í Notre Dam
Er ekki að tala um teiknimyndina(þótt hann hafi líka verið ljótur) þá er ég að tala um gaurinn í myndinni frá 1982 þar sem Anthony Hopkins lék Quasimoto eftirminnilega.

Og síðast en ekki síst Fílamaðurinn - Elephant man.
Það var sko ljótt kvikindi og ekki einusinni móðir gæti elskað það andlit. Þetta var náttúrulega alveg afspyrni ljótur karakter og eru þeir fáir sem slá honum út í ljótleika ef það er þá nokkur.

Það eru alveg eflaust fleiri forljótir karakterar og leikarar en ég nefni þessa þar sem þeir standa uppúr.
Og nú megið þið gjarnan gera ykkar lista eða bæta við þennan, og vinsamlegast sleppa öllum óþarfa skítköstum.