Las í bók um Zappa að þrátt fyrir steikina sem rann útúr honum þá notaði hann ekki eiturlyf nema í örfá skipti ….Hef samt heyrt annarsstaðar frá að hann hafi étið hass en endilega tékkið á steiktustu plötu sem ég hef heyrt en hann pródúseraði hana fyrir Captain Beefheart og hún heitir Trout Mask Replica.
Þetta var gæsahúð og tár til skiptis alla tónleikana..Fannst geðveikt að heyra Hafsól og Heysátan og bara öll lögin. Amina kom mér á óvart en ég hafði heyrt í þeim áður en þá voru þær ekki svona góðar og fallegar..Það er eitthvað svo uberandlegt við þessa músík sem ég næ ekki utanum.
Ég fór á hana í gær í Regnboganum og ég get sagt að ég hef ekki séð ógeðslegri mynd á ævi minni sem er orðin 27 ár. Keðjusagamorðinginn var þó soldið gerfileg á köflum en þessi er það ekki.Byrjar líkt og unglingagreddumyndirnar þar sem kynlífsfantasíur og brandarar fylla uppí allt en svo er eins og eitthvað gerist og pyntingar og viðbjóður gengur fram úr manni. Hafði áhrif á allt sem mér hefur fundist heilagt og mér leið hreinlega illa og varð flökurt þegar var verið að skera putta af og...
Rosa góð. Mér fannst flott hvernig hugsanirnar og samræðurnar voru látnar koma fram en ég hef ekki séð mikið af því í myndum hingað til jafnvel þó að bækur séu margar hverjar skrifaðar þannig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..