Hostel e. Eli Roth Ég skellti mér í gær að sjá hryllingsmyndina Hostel í leikstjórn Eli Roth þar sem Eyþór Guðjónsson fer með eitt aðalhlutverka.

Margt var um manninn á þessari sýningu og voru nokkrir aðstandendur myndarinnar á staðnum eins og: Eli Roth, Quentin Tarantino, Derek Richardson, Eyþór Guðjónsson, Barbara Nedeljakova og einhver meðframleiðandi sem ég náði ekki nafninu á.

Þeir Eli og Quentin kynntu myndina og sögðu meðal annars að nú væri kominn tími á að Eyþór myndi gera tilkall til þess að taka við sem tákn Íslands af henni Björk. Þeir voru bara nokkuð hressir og gaman að sjá þá báða vera að gantast við áhorfendur áður en myndin byrjaði.

SPOILER HEFST
Myndin segir frá 3 félögum, 2 ameríkönum og 1 íslending sem eru á bakpokaferðalagi um Evrópu. Þeir eru bara að eltast við stelpur og á fylleríi. Sem sagt bara verið að skemmta sér og sletta almennilega úr klaufunum.

Þeir eru í Amsterdam þegar þeir frétta af stað fyrir utan Bratislava þar sem konurnar eru til í allt. Þeir að sjálfsögðu skella sér af stað og lenda í alls kyns vandræðum og hryllingi.
SPOILER LÝKUR

Myndin er fyrir það fyrsta mjög skemmtileg, hún líka gengur oft framaf fólki í viðbjóði og fer lengra en flestar aðrar hryllingsmyndir sem ég hef séð. Þar sem aðrir væru búnir að klippa og fadea annað til að róa fólk þar heldur Hostel áfram og áfram. Ég hélt á tímabili að þetta væri að þróast útí að vera ljósblá mynd þar sem að það er langt síðan ég hef séð jafnmikið af beru kvenfólki í kvikmyndum (ef að það hefur nokkurn tímann verið). Myndin heldur samt áfram og plottið er einfalt en skemmtilegt.

Eyþór Guðjónsson stóð sig með stakri príði sem íslendingurinn Óli, fráskilinn faðir að leika sér og ná í kellingar í útlöndum. Ég þekki Eyþór príðilega og tel að þarna hafi hann enn og aftur komið vinum sínum og kunningjum á óvart. Þvílíkur ævintýramaður. Það kæmi mér á óvart að þetta væri það síðasta sem ætti eftir að sjást til Eyþórs á hvíta tjaldinu. King of the Swing!!!

Það er hrár bragur yfir myndinni. Svolítill splatter fýlingur á tímabili en í heild verð ég að segja að þetta er hins besta skemmtun. Það er bráðnauðsynlegt að fara að sjá þessa.

XXXX af XXXXX

Kveðja,
Xavie