Sigur Rós Hljómsveitin var stofnuð af Jónsa (Jón Þór Birgisson), Georgi (Georg Hólm) og fyrrum trommara þeirra Ágústi í ágúst 1994.
Árið 1997 gáfu þeir út sína fyrstu plötu, von og síðan ári seinna “remix” útgáfu sem kallaðist von-brigði þar sem lögin voru leikin af öðrum tónlistarmönnum. Þarna var hljómsveitin skipuð Jónsa, Georg og Ágústi. Fyrir næstu plötu fór Ágúst úr hljómsveitinni að læra grafíska hönnun og Orri Páll Dýrason kom í hans stað, einnig bættist Kjartan Sveinsson í hópinn.

Hljómsveitin var nú svona:
Jónsi gítar/söngur
Georg bassi
Kjartan hljómborð
Orri trommur.

Næsti diskur þeirra kom út árið 1999 og kallaðist ágætis byrjun og er af mörgum talin þeirra besti diskur, þar með meðal annars finna lögin viðrar vel til loftárása (mitt uppáhalds) svefn G-englar, ný batterý og fleiri. Platan vakti mikla athygli hér á landi og annars staðar í heiminum og var hún gefin út í Bretlandi árið 2000 í gegnum Fat Cat records og sienna í N-Ameríku.
Í apríl næsta árs fór hljómsveitin svo í tónleikaferðalag um N-Ameríku og hafði umfjöllunin verið það mikil að uppselt var á næstum hverja einustu tónleika þeirra. Hún kom einnig fram með Radiohead og átti tvö lög í kvikmyndinni Vanilla sky (mig minnir að það hafi verið Svefn G-englar og njósnavélin).

Næsta plata átti að verða tekin upp í gamalli NATO herstöð einhversstaðar uppí fjöllum á norðurlandi en þeir hættu við það. Stuttu seinna rákust á yfirgefna sundlaug í Mosfellsbæ , þeim leist svo vel á þetta að þeir keyptu lóðina og breyttu húsinu í hljóðver. Til að koma öllum búnaðinum þurftu þeir að opna part af þakinu og lyftu honum inn með krana. Þessi plata kom út undir engu nafni og lögin ekki heldur undir neinu nafni, en samt er þau þó einhver þekkt undir vinnuheiti laganna og () var líka sú fyrsta sem var sungin eingöngu á vonlensku, sem er sérstakt tungumál líkt íslensku en þýðir í rauninni ekki neitt.

Næsta plata hét síðan Takk og kom út í byrjnu september minnir mig og er hún frábær í alla staði, skemmtileg lög og skemmtilegir textar

Annað:

Árið 1995 var Jónsi í hljómsveit sem hét Bee Spiders, Kjartan var einnig “stundum” í hljómsveitinni og kom fram sem kvenkyns bakraddarsöngvari í Tinu Turner stíl. Árið 1995 fengu þeir svo verðlaunin sem áhugaverðasta hljómsveitin á músiktilraunum þar sem Kjartan kom fram í kjól, hljómsveitin spilaði long rokklög og voru líkt við smashing pumpkins.

Nafnið á laginu er komið frá íslenskum fréttamanni sem var í Kosovo meðan stríði þar var og í einni útsendingunni sagði hann “í dag viðrar vel til loftárása”

Simbalinn sem notaður er í Ný Batterý fundu þeir út á götu niðri í bæ sem var beygður og greinilega búið að keyra yfir hann en þeim fannst hann hljóma skemmtilega og sömdu þá lagið.

Fyrstu þrjú myndbönd hljómsveitarinnar voru öll ætluð öðrum lögum. “Svefn G-engla” myndbandið átti fyrst að vera fyrir “viðrar vel til loftárása”, myndbandið við “viðrar vel til loftárása” átti fyrst að vera fyrir “starálfur” og Vaka (#1) átti að vera fyrir njósnavélin (#4)

Sigur Rós fengu MTV verðlaunin árið 2003 fyrir myndbandið fyrir Vaka, í myndbandinu sjást börn leika sér í frímínútum, allir með gasgrímur og það rignir einhverskonar svörtum snjó, í endann tekur svo einn krakkinn grímuna af sér og deyr. Ég held að þetta eigi að sýna hvernig þetta myndi vera ef það myndi brjótast út kjarnorkustyrjöld, annars veit ég svo sem ekkert um þetta.

Mörg stór útgáfufyrirtæki buðu þeim samning en þeir tóku tilboði Fat Cat records þar sem þeir gáfu þeim mesta frelsið til tónsmíða.

Eftir eina tónleika þeirra fengu þeir bréf frá Lars Ulrich, trommar metallica sem hljóðaði svona “thank you, thank you, thank you! we're so inspired. we're in the middle of making some kind of a record..” eða “takk, takk, takk, við erum fullir innblástrar, við erum að reyna að gera einhverskonar plötu.”

Þeir eiga líka marga aðra fræga aðdáendur eins og t.d. coldplay, bush, foo fighters, rage against the machine, radiohead, moby, David Bowie og fleiri