Ég var aldrei með neina fordóma fyrir bókinni. Bróðir minn fékk hana í jóagjöf á íslensku þegar hún var ný komin út en vildi ekki lesa hana. Ég var þá nokkuð forvitin því allir sögðu eð enginn 9 ára og eldri ætti að láta hana fram hjá sér fara eða eitthvað þvíumlíkt. Ég byrjaði að lesa hana, en fannst það svolítið erfitt í byrjunina (ég var nú átta ára). Ég píndi mig til að lesa fyrstu kaflana en sökk svo ofan í hana.