Þetta kettlinga stand verður ekki tekið út með sældinni.
Kettlingarnir mínir 4 eru núna orðnir mánaðar gamlir.
Þetta hefur ekki gengið klakkalaust fyrir sig.
Það þurfti að lóga tveimur snemma.
Svo núna hefur einn mjólkurkyrtill stíflast hjá henni Mýslu minni.
Og hún er komin með sýkingu.
Ég talaði við dýralækni í gær sem að sagði mér að koma með hana strax dagin eftir, ( í dag).
Við upp á dýraspítala.
Mýsla greiið hefur ekki komið í bíl síðan að hún var flutt til okkar fyrir um 18 mánuðum síðan.
Hún var skjálfandi úr hræðslu, og ekki batnaði ástandið þegar að hún kom inn á spítalan, því þar voru 3 hundar.
Jú jú greining mín var rétt og Mýsla fékk sýklalyfjasprautu, og töflur heim.
Mikið hafa kettlingarnir verið fegnir , þegar að hún loksins leifði þeim að sjúga sig í kvöld.

Þannig að.
Þið sem að eruð með læðu sem að er að mjólka kettlinga.
Þreifið reglulega á þeim spenana.
Ef að þið finnið bólgur, nuddið.
Það dugir oft til að losa stífluna, og þá fá þær ekki sýkingu.

Kveðja
Namo