Harry Potter bækurnar eru yndislegar. Ég eeeeelska þær. En það er eitt sem ég hef út á þær að setja og það er alger skortur á almennilegum kvenpersónum. Hefur einhver tekið eftir þessu?
Aðalkvenpersónan, Hermione, er leiðinleg. Góð stelpa og rosa klár og allt það, en hún er nöldrar svo mikið! Hinar stelpurnar í Gryffindor, Lavender og Parvati, eru heimskar flissgelgjur (sbr. professor Trelawney). Enginn skortur hinsvegar á skemmtilegum Gryffindor strákum (Weasley bræðurnir, Seamus og Dean, Lee Jordan).
McGonagall, líka mikilvæg kvenpersóna. Hún er eldri útgáfa af Hermione. Hinar kennslukonurnar, Sprout og Pomfrey og Hooch og þær renna allar nokkurnveginn saman í eitt fyrir mér sem frekar einvíðir karakterar og með steríótýpísk einkenni, Sprout soldið rugluð, Madame Pomfrey mömmuleg (mjöööög svipuð Molly Weasley). Professor Trelawney er fátt gott um að segja. Karlkennarar eru miklu sterkari og fjölbreyttari persónur. Hverjar fleiri kvenpersónur eru… jú, Rita Skeeter. Þarf að segja meira?
Rowling virðist ekki eiga í vandræðum með að skapa skemmtilegar karlkyns persónur af öllu tagi, góðar eða vondar eða allskonar. En kvenpersónurnar hennar, ef ekki sviplausar, leiðinlegar og/eða illgjarnar. Cho Chang virðist reyndar ágæt… en er samt bara sæta vinsæla stelpan, a.m.k. á meðan lesandinn þekkir hana ekki.
Já svona finnst mér þetta vera, leiðinlegt en satt.
Ég tek fram að ég er bara rétt byrjuð á nr. 5 þannig að kannski verður breyting til batnaðar í henni…vona það :)