Eftir að þau höfðu sett miðana ofan í eldbikarinn fóru þau í morgunmat.
Þau voru flest kvíðin því að í kvöld yrði valinn einn frá hverjum skóla til að keppa í Þrígaldraleikunum. Flestir voru þögulir við morgunverðarborðið. Meira að segja Draco Malfoy, sem var alltaf að stríða Harry, var þögull og horfði ofan í hafragrautarskálina sína. Eftir Morgunmatinn fóru krakkarnir að skoða sig um á skólasvæðinu. Harry og Hermione röltu um skólann og skoðuðu sig um. Þau töluðu um Ron og Þrígaldraleikana.
Þau töluðu og töluðu í nokkra klukkutíma. Loksins, um 6 leytið, leit Hermione á klukkuna og sagði Harry að það væri kominn kvöldmatur og þau hlupu af stað í matinn. Þegar að salnum var komið var troðningur við að komast inn.
Allir vildu komast inn og vita hverjir myndu taka þátt. Loksins þegar Kvöldmaturinn var búinn stóð Prof. Numlis Korfnador upp og sagði:
“Nú er kominn tími til að velja þá sem taka þátt í Þrígaldraleikunum, Herra Gomling, værirðu til í að rétta mér eldbikarinn?” Herra Gomling var Húsvörður Durmstrang og hann var 10 sinnum skuggalegri en Herra Filch sem var húsvörður Hogwarts.
“já svona,” sagði Korfnador og setti Eldbikarinn á borðið “eftir að nafn ykkar hefur verið dregið upp úr Eldbikarnum gangið þið að enda salsins og setjist á stólana þar og síðan eftir það verður ykkur fylgt að herbergi þar sem ykkur verða sagðar vísbendingar og auðvitað má Herra Harry Potter fylgja meisturunum því að hann var meistari síðasta árs”
Hann setti Eldbikarinn að brún borðsins sem hann sat við og í því byrjaði Eldbikarinn að vinna. Rauðglóandi neistar flugu úr honum og í því kom miði upp úr honum. Á honum stóð:

Emmnis Ammon Durmstrang

Allur salurinn klappaði fyrir Emmnis og hann gekk að enda salsins og settist niður. Emmnis var strákur á seinasta ári í Durmstrang, hann var með brúnt hár og brún augu, svolítið hár og með gleraugu.
Síðan byrjaði Eldbikarinn aftur að vinna og annar miði skaust upp úr honum og á honum stóð:

Annam Colestrene Beauxbanktons

Annam sem var líka á seinasta ári sínu í Beauxbanktons stóð upp hneigði sig og gekk að enda salarins og settist á stól nr 2. Hún var lítil á miðan við aldur og með ljóst hár og eiturgræn augu. Hún virtist mjög hættuleg á svipinn.

Loksins fór bikarinn aftur að vinna og það var dauðaþögn frá nemendum Hogwarts, allir voru svakalega spenntir.
Síðan skaust upp úr honum miði sem á stóð:


Draco Malfoy Hogwarts

Draco stóð upp með hæðnisglott á vör og horfði á Hermione.
“Kannski næst blóðníðingur” sagði hann og hló.
Hermione ætlaði að rjúka upp en Fred náði taki á henni áður en hún gat nokkuð gert.
Síðan stóð Numlis upp og sagði
”Harry Potter komdu og fylgdu okkur” og Harry stóð upp og labbaði að enda salarins ásamt Draco. Hann settist á einn stólinn en Dumlis sagði
“Standið upp og fylgið mér, ég ætla að fylgja ykkur inn í herbergið þar sem ykkur verður sagt ykkar fyrsta vísbending”

Þau fylgdu öll Numlis inn í stórt herbergi og settust í sófann en urðu undarandi þegar Numlisog hefur svo einn Numlis bæst við? læsti hurðinni með álögum. Hann settist við hlið þeirra og byrjaði að segja eitthver orð, augu hans snerust í hringi og allt í einu varð ískalt þarna inni.
Numlis tók upp vasa af arninum og hélt fast um hann. Hann skipaði þeim öllum með sprotann á lofti að snerta vasann.
Þau snertu vasann og Numlis sagði 3,2,1 og þá varð allt hvítt og allt hringsnerist fyrir augum Harry´s. Hann hafði kynnst þessari tilfinningu sem hann var með frá því þegar hann fór á Úrslitaleikinn í Qudditch á 4 ári sínu í Hogwarts. Hann fann að hann væri að flytjast á annan stað. Eftir nokkra stund var eins og þau féllu öll til jarðar. Þau litu í kringum sig og sáu að Prof. Numblis var að klæða sig úr skikkjunni. Hann henti henni til jarðar og tók af hausnum sínum einhvers konar grímu og síðan leit hann á krakkana. Strax og hann leit á krakkana fór fiðringur um Harry. Þetta var VOLDEMORT! Hann hafði verið í dulargervi. Hann leit til hliðar og sá Draco rjúka á fætur og hneigja sig fyrir framan Voldemort. Harry vissi að foreldrar Draco voru dráparar en honum grunaði aldrei að hann væri það líka!.

Voldemort ýtti Draco frá sér og byrjaði að tala:
“Hinn mikli Harry Potter, fyrrverandi meistari Hogwarts. Hér hitumst við aftur. Ég er hættur að telja skiptin sem við höfum hist.
Ég ætla núna í eitt skipti fyrir öll að koma þér fyrir kattarnef.”
Síðan tók hann upp sprotann og beindi honum að Emmnis og Annam.
Hann sagði Avada Kedavra og þau létust samstundis. Harry horfði á líkin og dró síðan upp galdrasprotann sinn og kallaði Expelliarmus en hann hitti ekki Voldemort. Draco hafði stokkið fyrir hann og galdurinn hafði lent í honum. Síðan horfði Voldemort á Harry og sagði:
”Heldurðu að ég hefði ekki getað varist gegn þessu herra Potter?”

Allt í einu mundi Harry eftir Ron. Hann spurði Voldemort hvar Ron væri.
“Ron Weasly,“ svaraði hann “liggur rétt fyrir aftan þig”
Harry leit snöggt til baka og sá Ron liggjandi þar bláan og kaldan.
”Er hann látinn?” spurði Harry og reyndi að fela tárin.
“Nei” sagði Voldemort með sinni illu rödd “Ég vildi ekki drepa hann strax, ég vissi að ég myndi þurfa að nota hann síðar”.

Harry hugsaði um stund en rauk svo upp og spurði
“Hvað viltu að ég geri til að hann lifni við”

“Hahahaha” hló hann “ Ég vil að þú deyjir, þú hefur náð valdi á mér nokkuð oft en það á aldrei að koma fyrir aftur!, Ég vil að þú deyjir. ” sagði Hann en svo heyrði Harry Stelpurödd fyrir aftan sig:

“Kondarsmundarium”.


****



Þakkir til Ingu sem las þetta yfir:)