3. Kafli


Eftir matinn bar Dumbledore upp sínar venjulegu tilkynningar en hann sagði líka frá öðru merkilegu:” Eins og þið vitið kannski flest hefur hinn mikli Voldemort( Allur salurinn hrökk í kút) líkamnast og tekið Herra Ron Weasly burt. En þó að það hafi gerst eigum við ekki að loka okkur inni og hætta öllu félagslífi. Það er mér því ánægja að tilkynna að Þrígaldraleikarnir munu vera haldnir Í Durmstrang skólanum”. Nemendur Hogwarts fögnuðu ákaft! “ Fyrst Prófessor Karkaroff var rekinn er kominn nýr Prófessor, Herra Numlis Korfnador. Valnir verða 2 af hverri heimavist í enda september og þeir munu fara til Durmstrang um miðjan Október og dveljast þar til enda skólaársins. Ákveðið hefur þrátt fyrir harmfenginn dauða Cedric Diggory að aldurtakmark hefur verið minnkað niður í 14” sagði Dumbledore og honum var ákaft fagnað. Loks um kvöldið eftir eftirréttinn sagði Dumbledore að nú væri kominn tími til að leggjast til hvílu.
Alla nóttina hugsaði harry um Ron og Þrígaldraleikana, hann minntist þess þegar hann keppti sjálfur í þeim.

Næsta morgun var þetta aðalumræðuefnið. Neville og Lavender voru að spauglera hvaða 2 myndu fara úr hverri heimavist og Parvati Patil var að segja öllum sem vildu heyra að hún vissi hverjir yrðu fyrir valinu.
September mánuður leið hratt. Í enda Septembers var loks komið að því. Kvöldmaturinn var borinn á borð þann 31. September og allir vissu hvað væri í vændum. Dumbledore bað um hljóð og ætlaði að taka til máls “ Prófessor Spíra, Mcgonagall,Snape og Flitwick hafa ákveðið 2 úr hverri heimavist með hjálp æskubrunnsins (í honum gat maður séð framtíðina og fortíðina) og komist að endanlegri niðurstöðu. Ég bið hvern Prófessor síðan að standa upp og segja frá sínum nemendum:

Prófessor Spíra
“Já halló ég ætla að velja

Hannah Abbot

Jájá og svo næst er

Owen Cauldwell
Prófessor Flitwick

“Já halló allir blessaðir ég vel:

Cho Chang

Og svo

Terry Boot”

Prófessor Snape

“Ég vel” sagði hann með sinni kuldalegu röddu

Draco Malfoy
(Harry hvíslaði að Hermione að hann bjóst nú við þessu)

Og svo

Malcolm Baddock

Prófessor Mcgonagall

“Þetta var erfið ákvörðun en ég gat nú loksins ákveðið mig”
Ég vel:

Fred Weasly

Fred hoppaði upp í loftið og var ákaft fagnað (nema af slytherin auðvitað)
Hann sast síðan niður brosandi

Síðan vel ég:

Hermione Granger
Hermione eins feimin og hún var stóð upp og hneigði sig.

Síðan tók Dumbledore aftur til máls:” eins og venjan var var boðið gömlum meisturum að horfa á keppnina og því er Harry Potter boðið að horfa á þá”. Harry brosti frekar hissa en klappaði samt fyrir þeim sem voru valdir. Næsta dag var þetta aðal umræðuefnið. Þeir sem voru valdir voru svaka spenntir en pínu taugaóstyrkir. Svona gekk þetta næsta daga.Alveg þangað til um miðjan Október að beðið var þá nemendur sem voru valdir að pakka niður og koma með Dumbledore að Hálfgerðum bíl. Þetta var skrítnasti “bíll” sem Harry hafði séð. Hann var á 2 hæðum(minnti Harry mikið á Riddaravagninn) og risastór. Inni voru rúm og sófar. Loks var síðan lagt á stað til Durmstrang. Harry sá að Hermione var svaka taugastrekkt. Loks var komið. Harry leit í gluggann og sá Durmstrang í fyrsta skiptið. Hann var kuldalegur og pínu draugalegur.

Krakkarnir löbbuðu inn í Durmstrang og inn í salinn þar sem þau borðuðu. Á móti þeim kom Prs. Korfnador ó móti þeim og fagnaði þeim innilega. Síðan fór hann að kennaraborðinu og bað alla um að setjast og hóf svo að tala “eins og þið sjáið er Hogwarts skólinn kominn og Boxbeatons líka.


Eldbikarinn hefur verið vakinn og er hérna frammi og allir þeir sem vilja taka þátt eiga að setja nafna sitt í hann” sagði hann “belgið ykkur út”.

Krakkarinir í Hogwarts litu á matinn og horfðu á Dumbledore. Þeim fannst hann ógeðslegur. Þarna voru Kindahjörtu og Hákarlar og fleira fæði sem þeim þótti ekki gott. Síðan var kominn tími til að leggjast til hvílu.

Harry sá Eldbikarinn og lagði svo á stað í “Bílinn” þeirra til hvílu. Næsta morgun voru flestir búnir að skrifa nafnið sitt á miða og allir ætluðu að verða samferða til að skila honum.

Hannah Abbot labbaði fyrst inn og setti nafnið sitt fyrst í bikarinn

Owen Cauldwell líka,

Cho Chang svo furðulega gerði það ekki,

Terry Boot gerði það,

Draco Malfoy gerði það auðvitað,

Malcolm Baddock neibb hann gerði það ekki,

Fred Weasly já hann setti miðann sinn,

Hermione Granger já hún setti miðann sinn.

Framhald bráðum.