Sælt veri fólkið……..Ég skrifa hér sem starfsmaður hjá Bjarti (bókaútgáfunni sem gefur út Harry Potter á íslensku) og var að pæla hvort einhver hér hafi athugað heimasíðu Bjarts, bjartur.is

Þar er meðal annars að finna 1.kafla í nýjustu bók J.K.Rowling, Harry Potter og Fönixreglan.

Ég hvet fólk endilega að skoða þetta, og ekki bara þá sem ekkert hafa lesið heldur líka þá sem hafa lesið bókin á ensku…..ef þið eruð sannir H.P. aðdáendur þá er þetta tækifæri sem ekki má missa af!!!

Sjálfur hef ég lesið fyrstu 4 kafla bókarinnar bæði á ensku og íslensku og hlakka til að lesa meira….bókin kemur svo út þann 1/11 klukkan 11:11 og vonast ég til að sjá eins marga og hægt er þar til að bjóða bókin velkomna til landsins.

Einnig væri gott að ef þið lesið þennan kafla ef þið kæmuð með athugasemdir um þýðingu þarsem þetta verður ekki endilega endanleg útgáfa þýðingar, og skal ég sjá til þess að þær athugasemdir komist til skila….

Lifið heil!

P.S: þeir sem búnir eru að lesa bókina á ensku eða einhverju öðru tungumáli þá vildi ég glaður fá að heyra hvaða bók er best af þessum fimm meistara-stykkjum..

Kveðja PurrKuR
If I had money like Henry Ford…