Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Sigma 15-30mm, e-r prófað?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég hef verið að spá í þessari linsu á Canon 10D vél og mér líst vel á hana, hef fengið að taka nokkur prufu skot með henni og hún er nógu góð fyrir mig. Er eins og er að bíða eftir því að einhver sem ég þekki fer til bandaríkjanna svo að ég geti fengið mér eitt stykki. Það gæti tekið nokkra mánuði en ég get beðið, skal láta þig vita þegar hún lendir í fanginu á mér endanlegt álit. Einnig veit ég að hún fær ágætis ummæli af fólki sem er ekki að leita eftir bestu linsunni. Held þetta sé mjög...

Hvaða tegund af minniskorti?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég hef enga minniskubba til að selja en þú þyrftir að komast að því hvað þessar Trust vélar nota. Það eru til 6 mismunandi tegundar korta og jafnvel fleirri. Smartmedia, Compactflash, Memory stick (örugglega ekki þar sem bara sony notar þau), Secure Digital, Multi Media Card og xD kort. Sumar myndavélar notast jafnvel við litla geisladiska eða ferðatölvuharðadiska. Væri ágætt að vita hvaða tengund á að nota þótt mig gruni að það sé Secure Digital eða Multi Media Card (sd/mmc).

Re: Hver er best/skynsamlegust?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég var að finna umfjöllun um sony vélina á netinu. Hún kemur bara nokkuð vel út, linkurinn er hérna fyrir neðan. Ég held að þú ættir bara að skella þér á gripinn. Ég segi samt ennþá að persónlulega myndi ég kaupa Canon G5, bara útaf minni reynslu af Canon sem hefur vægast sagt verið mjög góð. En engu að síður, lítur út fyrir að vera góð kaup. Njóttu vel og vonandi gengur allt vel með nýja fjölskyldumeðliminn. http://www.dpreview.com/reviews/sonydscv1/

Re: M A S T O D O N live í Reykjavík 12. og 13. júlí

í Metall fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ahhh… Ég var að ruglast við Megalodon, það var hákarlinn (var að fletta þessu upp á netinu núna) Þessi *#!vítis latína, allt eins, ekkert skrítið að þetta sé útdautt tungumál. En já þá var ég að hlusta á nokkur lög, keyri þetta betur í gegn á morgun en ég hef alltaf gott af góðum metal, orðinn svolítill “gamall fjölskyldukall” (hef ekki farið á djammið af alvöru í 4 ár) og þarf að fara komast út. Takk fyrir ábendinguna með bandið.

Re: Tölvuleikir og pabbarnir!

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Já, sorrý, gerði mér alveg grein fyrir því að ég var að tala við tvær mismunandi manneskjur. Viðurkenni að þetta var svolítið ruglingslegt en miðjuhlutinn er meira til þín og síðustu tvö grienaskiptin til Tenchi. Ég sé það, ekki beint fyrirmyndar kærasti á þessu sem þú segir enda datt mér það í hug að það hafi verið eitthvað meira að en bara tölvudótið. Það var aðallega það sem ég var að fara, það hlaut að hafa verið eitthvað meira en tölvuhangs að sambandinu ykkar. Verð nú líka að segja að...

Re: M A S T O D O N live í Reykjavík 12. og 13. júlí

í Metall fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mastodon… Er það ekki nafið á þessum risahákarli sem er forfaðir hvíta hákarlsins? Allavega hef ég aldrei heyrt um þetta band en gæti vel verið að maður kíkji, hljómar ágætlega spennandi.

Re: Tölvuleikir og pabbarnir!

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sko… Ég er gaur sem hangir mikið í tölvunni en er samt ekki þessi týpíski tölvunörd. Ég er ljósmyndanörd og notast eingöngu við stafrænar myndavélar. Ég eyði örugglega 10 tímum á vikunni í tölvum aðallega í photoshop eða á hinum og þessum ljósmyndavefum á netinu og konan mín lætur mig alveg í friði. Ég var hinsvegar mikið fyrir tölvuleiki en ég er stórlega búinn að minnka það eftir að ég varð 20 ára (5 ár síðan) og fór að stunda meiri útiveru. Fer oft út úr bænum, allavega 2 sinnum í mánuði...

Re: Hver er best/skynsamlegust?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég vissi ekki að DSC-V1 væri komin til íslands en hún er bara frekar nýlega komin út í bandaríkjunum. Allavega hefur Sony verið að gera nokkuð góðar vélar, held það sé óhætt að mæla með þeim en ég hef ekkert heyrt mikið um þessa vél. Veit að hún er 5 MP og með Carl Zeiss linsu sem eru taldar nokkuð góðar. Einnig er hún með eitthvað “nightshot infrared system” sem gerir þér kleift að ná svarthvítum infrared myndum í kolníðarmyrkri allt að 5 m í burtu. En er þessi myndavél ekki frekar dýr? Ég...

Re: Enn meira um Tom B.

í Tolkien fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hvar hefurðu lesið að Gandálfur og Saruman séu Maia en ekki Istari? Ég vildi gjarnan fá að sjá hvar Tolkien nefnir þá Maia svart á hvítu. Maia eru undirguðir Valanna og þeir hafa verið til síðan við upphaf heimsins, þegar það var ekki til neitt nema söngur og Middle earth var ekkert nema tómarúm. Istari urðu ekki til fyrr en mikið seinna, svolítið langt síðan ég las Silmarillion en mig minnir að það hafi verið í “the second age” Þarf að fara þurrka rykið af bókinni og lesa hana aftur, mæli...

Re: CANON EOS 10D

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Toppurinn á tilverunni. Alger draumur, það besta sem þú færð fyrir peninginn í DSLR í dag allavega að mínu mati. Í raun meira eða minna stafræn EOS 33 ef þú þekkir þá myndavél eitthvað.

Re: Canon EOS 10D

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ekkert mál, vonandi gat ég hjálpað eitthvað. Þetta með nafnið þá ert þú ekki sá fyrsti, skil reyndar ekkert í Canon að elta ekki D30 og D60 í nafnagjöf en svona er þetta bara… Mínar ráðleggingar með raw eru bara að prufa þetta, þú færð samt engann mun á upplausn og skerpu myndar svo að jpeg er mjög nothæft á þessum vélum. Þetta með að þú sért ekki sammála að það sé hægt að prenta myndir úr 10D á auglýsingaskilti. Sko… Þótt að myndin sé bara 3072x2048 skiptir engu. Þú interpolerar þetta með...

Smá klúður...

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Átti að vera svar á öðrum korki, ekki nýr póstur. Afsakið

Re: Vinátta við karlmenn og vandamál tengd henni.

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sko mín skoðun er sú að strákar og stelpur geta aldrei verið vinir án þess að það sé annaðhvort skyldleiki eða ástarsamband í gangi. Þetta er bara mín reynsla. Ef það skiptir einhverju máli þá er ég er 25 ára, giftur og við eigum rúmlega hálfsársgamlann son. Þegar ég var 16-20 ára þá átti ég helling af vinkonum, s.s. kvenkyns kunningjum og af þeim voru tvær sérstaklega góðar vinkonur sem ég hékk frekar mikið með, sérstaklega þegar strákarnir voru ekki að gera neitt. Ég var hrifinn af annari...

Re: Nauðsynlegt apparat fyrir Digital ljósmyndara

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Júbb, það er það sem ég myndi gera í þínum sporum. Þetta kostar eitthvað um 600-800 hérna heima, fer eftir því hvar þú lætur gera þetta. Ég er tildæmis að fara til noregs í 2 vikur í ágúst og ætla að skilja ferðatölvuna eftir, ætla bara að láta brenna diska í ljósmyndabúðum. En þetta er fín græja, 20 gb stykki kostar svipað og 1 gb compactflash kort hérna heima, hentar bara mér ekki.

Re: 5. seria búin

í Spenna / Drama fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég á fyrstu fjórar seríurnar á DVD, væri búinn að kaupa fimmtu en ég er að bíða eftir því að hún verði gefin út í USA, bandaríska útgáfan er mikið ódýrari í Nexus en breska. En já ég hef séð fyrstu seríuna og mér finnst hún ágæt en slöpp miðað við nýjustu seríurnar. Ekkert að handritinu og hugmyndirnar eru ferskar og allt það í fyrstu seríu, þættirnir eru bara svo mikið verr unnir en í hinum seríunum.

Re: Strákastelpur

í Lífsstíll (gamli) fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þú segist hafa verið kölluð lessa, strák eða kynskipting. Hvað heldurðu að ég yrði kallaður í þröngum kjól á djamminu? Hérna ert þú að gera sömu mistök og þú ásakar “leiðinda” fólk um að gera. Þér finnst minna mál að þú skyldir mæta í víðum buxum en að strákur skyldi fara í þröngann kjól. Hérna heyrist mér þú vera dæma einhvern fyrir klæðaburð, ég hélt þú vildir að fólk gerði það ekki?

Re: Enn meira um Tom B.

í Tolkien fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Fín grein en ein villa. Gandalf og Saruman eru ekki Maia, þeir eru Istari. Sauron er hinsvegar Maia.

Re: Strákastelpur

í Lífsstíll (gamli) fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Auðvitað er þetta leiðinlegt en hvað ætlar þú að gera í því? Ég sting upp á því að þú gerist stílisti og farir að læra eitthvað sem tengist fatahönnun og breytir þessari tísku ef þetta pirrar þig svona mikið að þú þurfir að tjá þig svona um þetta. Og svo ein spurning: Af hverju eru “svona” greinar alltaf skrifaðar frá stelpu sjónarhorni? Heldurðu að strákar þurfi ekki að klæða sig eftir reglum samfélagsins líka? Held það yrði hrópað frekar mikið á eftir mér ef ég mætti í þröngum kjól á djammið…

Re: !pirrandi við foreldra!

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Jájá, og ég er alveg sammála þér. Mér finnst bara óþarfi að taka svona sterkt til orða eins og að kalla manneskju sem þú þekkir ekki neitt heimska fyrir svolítið kjánalega grein. Ég veit ekkert hvað þú ert gamall en þú hlýtur að muna hvað maður var áhrifagjarn á þessum aldri, einhver sem kallar mann heimskann á internetinu getur eyðilagt daginn fyrir manni eða eitthvað verra. Reyndar er eitt sem ég persónulega er mjög sammála henni. Að sjá foreldra sína fulla er ekki gaman. Ég veit ekki...

Re: !pirrandi við foreldra!

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Bíddu… Hvaða persónuárásir eru þetta á aumingja stelpuna? Ég er sammála flestum hérna, þetta er óþarfa væl í henni en hver hefur ekki verið unglingur og ekki hugsað nákvæmlega sama hlutinn. Hver er samt þroskaðari, unglingsstelpa sem er að uppgötva sjálfa sig eða einhver sem þykist hafa meira vit en er að rakka hana niður á internetinu fyrir að tjá sig á (og í þessu erum við sammála) kjánalegann hátt. Ég er sjálfur 25 ára og er pabbi og auðvitað finnst mér að strákurinn eigi að hjálpa...

Re: Til sölu: EOS 540EZ flass

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sko… Þetta er miklu flóknara en bara voltage á flassinu. 540EZ er A-TTL flass en stafrænar myndavélar styðja bara E-TTL flass, semsagt getur vélin ekki reiknað út styrkinn sem á að vera á flassinu með EZ flössum. Þetta þýðir að já, EZ flöss virka á stafrænum vélum en bara á manual og ég efast um að þú viljir það til langs tíma….

Re: 5. seria búin

í Spenna / Drama fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Já Buffy dó í annað skipti í lok fimmtu seríu en ertu að segja mér að þú hafir ekki séð neina þætti eftir 5 seríu? Það er ekkert mál að ná sér í 6 & 7 seríu á netinu eða leigja 6 seríu í laugarásvídeó eða nexus enda er ég löngu búinn að sjá 6 seríu og bara nýbúinn að klára sjöundu. Mæli með að þú kíkjir á þetta ef þú vilt kalla þig buffy aðdáenda.

Re: Er Ísland Bananalýðveldi?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég er sammála síðasta ræðumanni. Varla greinarefni, rétt rúmlega 2 línur? En svona er þetta bara, tollalögin á íslandi virka bara svona því miður… Eina lausnin er að annaðhvort flytja inn dót, flytja sjálfur erlendis eða koma sér í valdastöðu og breyta þessum lögum. Ég er löngu búinn að sætta mig við þetta sem eitthvað sem ég hef engin völd yfir og þessvegna versla ég flest ljósmyndadót úti. Annaðhvort í gegnum netið eða langbest að kaupa það sjálfur í einhverjum helgarferðum eða fá einhvern...

Re: SmartMedia kort til sölu

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
7500??? Þú veist að þú færð glænýtt 128 mb smartmedia kort úr tölvulistanum á 3990 er það ekki?

Re: Digital myndavélar Kodak, Canon EOS, Fuji Finepix S2 Pro, Minolta Dimage 7Hi. Nikon Coolpix 5700 og Olympus E-20 á ó

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ok, hljómar ekkert illa. Svekk fyrir mig samt, frekar nýlega búinn að kaupa 10D og er frekar vel settur með aukahluti. En hvað með linsur? Ertu eitthvað að selja af þeim?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok