Strákastelpur Well.. þetta verður ekki grein á skemmtilegri nótunum þar sem ég er að farað kvarta doldið, en ég vona anyway að hún verði samþykkt…

Hefur farið framhjá mér að það séu bara strákar sem mega ganga í víðum fötum…?

Ég er sú gerð af stelpum sem vill frekar ganga í víðum fötum og vill ekki einu sinni hugsa útí það að ganga í einhverjum þröngum gallabuxum úr Sautján eða eitthvað álíka. Ég versla t.d. í Smash, Brim og á mjög flottar og mjög víðar buxur úr Gallabuxna búðinni. Ég uppgötvaði að ég vildi frekar ganga í víðum fötum í c.a. 5-6. bekk. En í 6. bekk var fyrst byrjað að kalla mig lessu, strák eða kynskipting og þannig uppnefni (reyndar ekki lessu fyrr en seinna =) anyway… Það er mjög pirrandi, en ég veit reyndar ekki um nein önnur tilvik þar sem þetta hefur komið fyrir. Svo finnst mér það líka skrítið að það er meira strákar en stelpur sem segja sonna fjanda. Bara þið sem hafið eitthvað á móti því að stelpur séu ekki í þröngum gallabuxum.. STAY OUT OF IT, you know, þá megið þið þaga en ekki uppnefna fólk. Ég átti heima í Danmörku hálfan 6. bekk og það var ekki einn einasti sem hafði eitthvað á móti fatasmekknum mínum. Ef við tökum sem dæmi, þá er Avril Lavigne í miklu uppáhaldi hjá mér, því hún segir frá því í viðtölum að hún hafi alltaf verið mikil strákastelpa og chillað bara með strákum alla æskuna. Það var gert svona grín af henni nokkuð þegar hún var yngri en lét það ekkert á sig fá. Svo er hún líka góður tónlistarmaður hmm.. KONA meina ég kannski ;)
Well.. Ég vildi bara koma þessa á framfæri þar sem ég er mjööög svo pirruð útí svona leiðinda fólk :(
BæBæ,
ExZibit (stelpan)