Við erum að hugsa um að kaupa okkur digital myndavél v.þ. að það er að fara að fjölga í fjölskyldunni og það er hryllilega dýrt að nota filmur. Við höfum verið að skoða DSC-V1 Cyber-shot, veit einhver eitthvað um hana, eins hvenær pixlafjöldi hættir að skipta máli (eða skiptir hann alltaf máli?). Við viljum hafa gæðin í fyrirrúmi og verðið skiptir ekki öllu máli.

Allar ábendingar eru vel þegnar, einnig ef þið vitið um aðrar vélar sem eru góðar.

Takk :)
I´m a daydreamer and a daydream believer