Jæja ég skrifaði grein um hann Tom kallinn fyrir nokkru síðan en áður en ég náði að birta hana þá kom inn grein um nákvæmlega sama viðfangsefni og voru greinarnar þar afleiðandi nauðalíkar. Þar sem lítið er um að vera þá hef ég ákveðið að birta mína en þó breyttri og vonandi aðeins öðruvísi og ef ekki eitthvað dýpri en margar aðrar greinar/umræður eða eitthvað annað sem fjallar um hann Tom Bombadil.

Allir sem hafa lesið Fotr vita að hann Tom er hvorki: maður, álfur né dvergur. Hann getur ekki verið maji þar sem Gandalf og Saruman voru majar og þeir sýndu viðbrögð við hringnum en það gerði Tom ekki. Nú er nokkurn vegin búið að útiloka þetta algengasta í Middle-earth. En hvað var hann þá? Ég tel að hann hafi ekki verið einn af völunum þar sem hans er hvergi getið á meðal þeirra. Iarwain Ben-adar hét hann öðru nafni en það þýðir Elstur og föðurlaus. Golberry sagði við hobbitana (man ekki hvern) að: ,,Tom is nither good nor evil he just is” (eða eitthvað í þá áttina). Ég er með tvær kenningar um hvað hann gæti hafa verið.Kenning nr. 1. Tom = náttúran.
Náttúran getur talist elst allra. Hún er hvorki góð né ill en þó nauðsinleg. Náttúran gefur af sér mat en eldgos og jarðskjálfta tilheyra henni einnig. Náttúran er því afar góð en hún getur valdið dauða margra og er því ill að hluta.

Kenning nr. 2. Tom = dauðinn.
Dauðinn getur talist nokkuð gamall. Hann er nauðsinlegur því annars væri offjölgun. Engum líkar þegar skyldmenni eða vinur fellur frá en eins og ég sagði þá er hann nauðsinlegur. Er því dauðinn eiginlega illur á sinn hátt en þó getur hann talist góður sökum nauðsinleika hans.

Hvorki náttúran né dauðinn eiga sinn líkan og eru því svona ,,one of a kind” sem ég tel einmitt Tom hafa verið. Í raun tel fyrri kenninguna réttari en þó geta þær báðar verið réttar eða jafnvel kolrangar. Ekki ber að taka greinina of alvarlega en þó tel ég eitthvað sannleikskorn vera í henni. Ég las Lotr á ensku og notast ég því við ensku nöfnin. Hvort sem þið eruð sammála eða ekki þá endilega komið með ykkar álit.

Takk fyrir.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."