Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Canon EOS 300d

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hiklaust 300D. AI servo er bara nauðsynlegt ef þú tekur mikið af myndum af hlutum á hreyfingu, þú getur gert þetta með 300D, bara meira vesen.

Re: EOS Club Digital?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Úff… Ég hef mjög takmarkaðann áhuga, hittast og gera hvað þá nákvæmlega?

Re: Canon EOS 300d

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
10D býður upp á þrjá mismunandi fókusaðferðir. One shot: Þegar þú heldur shutter hálf niðri fókuserar vélin bara fyrst og heldur sér á þeim fókus þangað til að þú tekur mund. AI Servo: Þegar þú heldur shutter hálf niðri er vélin stanslaust að fókusera þangað til að þú smellir af, tilvalið til að halda fókus á t.d. íþróttafólki eða fuglum þegar þeir eru á hreyfingu, þá geturðu “elt skotmarkið” og smellt af þegar hentar. AI Focus: Þetta er samblanda af One shot og AI Servo, fyrst virkar vélin...

Re: Canon EOS 300d

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
10D hentar mér betur, einfaldlega vegna þess að ég nota AI Servo sæmilega mikið og er ekki hrifinn af því að 300D sé alltaf föst í AI Focus, vill geta valið á milli One shot og AI Servo, sama skapi pirrar mig, þó ekki nærrum jafn mikið, að vélin sé alltaf föst í Matrix metering. Þetta með ljósmælinguna fasta á Matrix pirrar mig í raun frekar lítið vegna þess að vélin er í 90% tilvika sett á Manual og ég er orðinn frekar næmur á samspil ljósops og lokunarhraða við flestar aðstæður. Ég er...

Re: Vefmyndavél

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Já það er hægt en ég get ekkert hjálpað þér með hvernig. Af hverju lestu ekki bara bæklinginn, ég get ekki ímyndað mér annað en að það standi allt um þetta þar…

Re: Vantar þitt álit

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ágætis síða, fínt look á henni og fínar myndir, mættu bara vera fleirri myndir en þú segist ætla vinna í því svo að það er bara gott mál. Þú hefur allavega fínt auga, eiginlega allar myndirnar nýta ramman ágætlega, helst stifla.jpg sem ég hefði viljað sjá víðara skot, helst í portrett því mér finnst vanta aðeins meira af straumnum. Mér finnst sérstaklega myndin sem er í bakrunn vera flott. Bara ein spurning, ef allar myndir sem þú tekur eru á grófkorna svarthvítar filmur, ertu þá ekki að...

Re: Könnunin

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ekki spurning um að þetta sé flótlegur kostur við fréttaljósmyndun. Tildæmis veit ég að strákarnir hjá mogganum hafa verið að notast eitthvað við ferðatölvur og gemsa til að koma myndum næstum samstundis upp í höfuðstöðvarnar við Kringluna. Allavega gerast frétta/íþróttamyndavélar í dag varla betri en Canon 1D, 45 AF punktar, 8 rammar á sekúndu, buffer sem tekur um 25 myndir ef mér skjátlast ekki og þolir mjög há ISO stig.

Re: Könnunin

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Reyndar notar RAX oft Canon 1D. Ef það fer eitthvað á milli mála þá stendur þetta D fyrir DIGITAL…

Re: hvort

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Góði besti… Hvernig á maður að svara svona fáránlegri spurningu. Það eru til yfir hundrað tegundir af filmu, sumarhverjar algert rusl og sumarhverjar frábærar og sömuleiðis eru til algerar rusl stafrænar myndavélar og svo stafrænar sem gjörsamlega baka allt nema bestu filmurnar. Láttu mig vita þegar þú ert búinn að útvíkka sjóndeildarhringinn aðeins og komdu með virðingaverða spurningu og ég skal þá svara henni á virðingarverðann hátt.

Re: Kostir og gallar

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Vá hvað ég er sammála Kobba. Þú þarft ekki einusinni að kaupa DSLR vél til að fá stjórn á lokunarhraða og ljósopi, þarft að eyða eitthvað um 70 þúsund kalli til að fá vél með “M”anual stillingu. Þú hljómar eins gamall karlskaufur vælandi um hvernig allt var betra “þegar ég var á þínum aldri” Tildæmis er milljón sinnum auðveldara að fá út rétta liti með digital, custom WB er alger snilld. Ekkert lengur neitt vesen með tungsten filmur og/eða colour correcting filtera. Þetta situr bara inni í...

Re: sony DSCP32

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
http://www.imaging-resource.com/PRODS/P32/P32A.HTM Þetta virðist vera ágætis gripur, ég er sjálfur enginn aðdáandi Sony en ég hef heyrt ágætis hluti. Eftir því sem ég sé á þessari heimasíðu sem ég gaf upp hérna fyrir ofan þá er AF assist lampi, ljós sem hjálpar vélinni að fókusera í myrkri. Athugaðu hvort þú hafir nokkuð slökkt á þessu, þú ferð í “menu” “camera” og “Af Illuminator”, þar á að vera “auto” en ekki “off”. Svo gæti þetta líka verið, eins og kobbi segir, flassið að hlaða sig,...

Re: RAW. ?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Sko RAW skrár eru bara hráar upplýsingar, en JPEG er fullunnin mynd. Ég giska á að þú sért að eiga við RAW skrár teknar á Canon G5, það fylgir held ég með hugbúnaður sem heitir fileviewerutility og þar geturðu séð RAW skrárnar sem myndir, tekur líklega svolítinn tíma því að fileviewerutility þarf að “þýða” raw skrána yfir í mynd. Ég veit ekki alveg hvort ég sé að útskýra þetta á skiljanlegann hátt en semsagt er RAW ekki mynd, heldur bara skrá sem inniheldur tölugildi og á eftir að vinna...

Re: RAW. ?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Tek undir allt þetta sem Andri sagði, vill bara bæta við að þú getur einnig stjórnað Contrast. Ég meina ekkert illt með þessu en ef þú sérð ekkert notendagildi í RAW skrám og skilur ekkert í þeim skaltu ekkert vera nota þær, haltu áfram að taka í JPEG og eftir nokkra mánuði geturðu prufað að taka eina og eina RAW til að prufa, ef þú finnur svo að þetta hentar þér þá endilega notaðu RAW, sjálfur tek ég 90% eða meira á RAW, einu skiptin sem ég nota JPEG er þegar ég þarf að geta tekið sem...

Re: kodak LS 443

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég hef enga reynslu af þessari vél en Zoomið kemur út eins og á flestum öðrum myndavélum í þessum flokki, snýst út og lengist þegar þú zoomar. Það myndi örugglega hjálpa ef þú kæmir með einhverjar ákveðnar spurningar varðandi þessa vél ef þú ert að velta fyrir þér kaupum á gripnum.

Re: er að mynda hluti á ferð...

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Síðast þegar ég tékkaði þá var hún á 100000 kall í ljósmyndavörum, ekki gleyma því að þú þarft að kaupa stærra minniskort, held þau séu ódýrust í tölvulistanum og þú þarft líka að kaupa hleðslubatterí og tösku. Myndi reikna með svona 110000-115000 í heildina. Vill bara taka það fram að ég svaraði þér fyrir nokkrum mánuðum korki sem þú varst að spyrjast fyrir um lokunarhraða og ekkert illa meint en þú virtist ekki alveg vera ná hvað það er en semsagt ÞARFTU vél sem þú getur sjálfur stillt...

Re: er að mynda hluti á ferð...

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég væri alveg til í að heyra nákvæmlega hvað þú átt við þegar þú segir að Fuji 602 sé “langhraðasta vélin á markaðinum” eins og þú orðar það? Ef þú ert að tala um fókus hraða, gleymdu því… Alsekki slæm miðað við aðrar vélar í þessum flokki, en hvergi nálægt nýlegum DSLR vélum með sæmilegri linsu. Auk þess ertu ekki með neinar servo stillingar fyrir autofokus svo að þú verður að fókusera fyrirfram til að ná einhverri skerpu, ef þú bíður eftir því að “skotmarkið” kemst í sigtið þá geturðu...

Re: Sigið niður Svartafoss

í Jaðarsport fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Rangt… Hallgrímskirkja er 74,5 m há. http://www.vst.is/Verk/hallgrim.htm

Re: Ljóskubrandarar bannaðir með lögum

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ef þú ert ekki að grínast með þessa grein, farðu þá til Norður Kóreu eða til einhvers annars lands sem er ekki með málfrelsi ef þér líkar það svona illa. Þetta er algert bull hjá Bosníu að mínu mati, fyrst þeir banna ljóskubrandara þá af hverju ekki allar tegundir af “niðurlægjandi” talsmáta, ég meina það. Til hvers að hafa málfrelsi svosem?

Re: Skönnun

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Kíktu á þennan link -> http://www.hanspetersen.is/Page.asp?lang=is&skjal=04,04&location=04,04 Samkvæmt þessu skil ég þetta þannig að þú fáir 36 mynda filmu á geisladiski fyrir 1990 eða þú getir framkallað og svo keypt svona disk með á auka 1090.

Re: Hvar er hægt að finna gott úrval af þrífótum?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Beco tvímælalaust. www.beco.is

Re: Ábyrgð en samt ekki

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er þokkalega sammáka Kobba hérna. Bossanova, það er enginn að áfellast þig persónulega. Hinsvegar finnst mér þetta út í hött að það skyldi ekki vera hægt að nota vélina undir venjulegum kringumstæðum án þess að það komi skítur inn í vélina. Þetta er alltsaman lokað og ég skil ekki hvernig skítur kemst inn í hana og ef þetta er raunverulegt vandamál sem eigendur þessara myndavéla þurfa að hafa áhyggjur af, af hverju kemur það ekki fram í leiðarvísinum og notendur varaðir við því að þeir...

Re: Ábyrgð en samt ekki

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Persónulega finnst mér þetta út í hött… Helsta ástæðan fyrir því að ég keypti mína vél hérna heima er einmitt ábyrgðin. Það er að vísu Canon vél og frá BECO og ég get ekki ímydað mér annað en þau hefðu látið þessa viðgerð falla undir ábyrgð, þau hafa allavega verið mjög almennileg við mig í gegnum tíðina. Þessi vél kostar allavega um 100 þúsund hérna heima en eitthvað um 50-60 þúsund ef þú kaupir hana frá USA og það með vaski og sendingarkostnaði, semsagt frekar vitlaust að kaupa þessa vél...

Re: Geimverur?

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Rangt Galaxy = Vetrarbraut Nebula = Stjörnuþoka

Re: Canon G5

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég myndi allavega segja að það séu góð kaup í öllum “Gx” vélunum. Það er hægt að gera flest allt með þessum vélum, snúningsskjárinn er góður plús og hún skilar góðum myndum. Mundu bara að þú þarft að kaupa frekar stórt minniskort með vélinni, hver mynd er 2,1 mb í hæstu upplausn og ef þú venur þig á að taka RAW (sem ég mæli með) þá er hver mynd rétt tæplega 5 mb. Hérna er ágætis umfjöllum um Canon G5 -> http://www.dpreview.com/reviews/canong5/

Re: Unsharp mask

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Held ég geti ekki útskýrt þetta betur en Petteri gerir hérna: http://www.seittipaja.fi/data/Photography_lessons/Processing/Lesson_2/_Sharpening.html Hann er reyndar með mjög góða punkta um algengar photoshop aðgerðir hérna: http://www.seittipaja.fi/data/Photography_lessons/a_Photography_lessons.html
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok