Hæ allir.

Ég myndi gjarnan vilja fá ráð.

Ég er reyndar ekki “strákastelpa” en mér finnst mjög gaman að
umgangast karlmenn sem hafa eitthvað vit í kollinum eða eru skemmtilegir.

Það er bara mikið erfiðara að eiga karlmenn fyrir vini fyrir laglega kvenmenn og sú vinátta endist oft stutt. Þeir geta orðið hrifnir af manni eða jafnvel ástfangnir og það flækir málin og gerir sambandið flókið og stundum óþolandi.

Ég meina þó einhver sé yndislegur maður og myndarlegur og allt það þá kannski langar manni ekkert endilega að eiga hann fyrir kærasta því það eru svo margt annað sem spilar inn í hvort maður er hrifin af strák eða ekki.

Strákar virðast ekki alltaf skilja þetta og verða bara sárir, en það eru engin rök fyrir afhverju maður verður ástfanginn af einhverjum held ég og það er heldur ekki hægt að eiga það skilið.

Kynferðisleg hrifning og ást hefur ekkert með mannkosti eða verðugleika að gera heldur “chemistry” sem er ekki hægt að búa til, það bara er þarna eða er ekki þarna. Það er mín skoðun.

Strákar þið getið ekki keypt ykkur ást með peningum, tíma, húmor, því að vera voða góðir og nice, hjálpsamir eða láta sífellt ljós ykkar skína og hvað þið eruð klárir, nú eða ljóstímum og ræktinni.

Ekkert af þessu kemur í staðinn fyrir “chemistry” sem er ekki hægt að búa til heldur bara er eða er ekki þarna. Ef þið mynduð skilja þetta myndu þið ekki taka höfnun svona illa! Svo pælið í þessu! :)


Ég myndi gjarnan vilja fá ráð um:

1) Hvernig á að koma í veg fyrir að vinur manns verði ástfanginn af manni.

2) Hvernig á að laga sambandið og gera það þægilegt aftur ef vinur manns verður ástfanginn af manni.

3) Hvernig á að umgangast vini sem eru í sambandi.


Ég hlakka til að heyra frá lífsreyndu fólki, snillingum í samskiptum við hitt kynið á órómantísku nótunum og bara öllum sem luma kannski á góðu ráði. Ég nenni ekki að missa fleiri strákavini, það er gaman að umgangast stráka án neinnar rómantíkur og ég nenni ekki meira kjaftæði!