Í draumum mínum dansar þú fyrir lokuðum augum Þú kitlar augnlok sem vilja aldrei opnast heldur halda sig við þig eina. Þú ert haltu mér/slepptu mér týpan, nýtur athygli minnar Þó ekki jafn og þú nýtur þess að kitla augnlokin til að sjá hvort ég muni opna þau og hætta að sjá… þig. Og auðblekktur hugurinn krafsar sig áfram í áttina að hinum einstaka kossi (ef ég kyssi þig þarna, á hugans víðlendum, berskjaldaður fyrir sjálfum mér, þá þýðir það að við munum aldrei kyssast í raun, en ef ég kyssi...