Ef ég færi til helvítis á jörðu
myndi heimurinn samt litast af minningum um þig
og vanilludropar augna fullra af söknuði
myndu fylla göngustíga heljar
og fljótt myndu púkar huga okkar
drukkna í flóði væntumþykju
Ég myndi stökkva fyrir bíla fulla af myrkri
bílstjórarnir kúgaðir af söknuði eins og ég
en þeir gætu aldrei tekið handbremsubeygju frá óhamingju
yfir til sannrar gleði

Ég gæti það, ekki fyrir sjálfan mig
ég hef aldrei verið nægilega fullur sjálfdýrkunar
en ég gæti það
fyrir þig
______________