Út af hverju
er ein stjarna þarna uppi.
Fest með tyggjói.
Var hún þarna í gær?
Er grasið orðið enn grænna og litríkara?
Silki.
Hjá ykkur vil ég liggja áfram
og ljóstillífa
drauma okkar.
______________