Við höfðum lengi þráð.
Fylgst með augum löngunar og forvitni glitra okkar á milli.
Daðrið vængjum þanið fiðrildi.
Og loksins kom að því:

Þó maður hafi dýft fótunum ofan í baðkerið og aðlagað sig sælunni, hitanum baðvatnsins
þá jafnast aldrei neitt við það, eða breytir
unaðnum, hitanum og þegar maður dýfir öllum líkamanum ofan í baðið.

Og maður getur ekki annað en lokað augunum og notið þessa augnabliks; augnablikið þar sem allar áhyggjur hverfa og breytast í rómantísk norðurljós.
______________