Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

SpaceBoy
SpaceBoy Notandi frá fornöld 47 ára karlmaður
86 stig

Re:

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Eru þetta ekki meira og minna klassískar ráðleggingar? Fínt að vera jákvæð og það allt saman, en ekki taka þig svona alvarlega… Skál.

Re: Þórhallur miðill og Gunnar í Krossinum

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Auðvitað er mögulegt að það sé stórhættulegt að spjalla við “anda”, en er nokkuð sem bendir til þess? Ef Þórhallur er alvöru miðill ætti hann þá ekki að vera orðinn eineygður kengboginn karl í hjólastól af öllum viðureignum sínum við “anda” á túr? Eina ástæðan fyrir því að þetta stendur í biblíunni er að þar voru menn að reyna að búa til reglur fyrir samfélagið, og guð átti að vera refsivaldið, það hefur bara þótt spilla fyrir áhrifamætti hans að menn væru að rabba við allskyns lið að...

Re: Er leikskóli mikilvægur?

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þetta er allt í lagi hjá þér! Ég er 2x eldri en þú og þekki nokkra sem haga sér ennþá eins og þú ert að lýsa, halda að leiðin til að kynnast fólki sé að sleikja það upp og haga sér eins og fífl til að vera með. Það held ég að snúist lítið um leikskólavist þó að það sé ábyggilega þáttur. Sumir hafa einfaldlega ákaflega lítið félagsvit og oft spilar inn í það lágt sjálfsmat. Þeir sem ekki hafa sjálfstraust treysta oft ekki eigin skoðunum, þora ekki að tjá sig og eiga erfitt með að vekja á sér...

Re: Þórhallur miðill og Gunnar í Krossinum

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég veit nú ekki af hverju þú ert að mótmæla þessu þegar þú ferð síðan nánast beint í að tala mínu máli. Biblían eins og við þekkjum hana skilst mér sé sett saman úr þeim hluta “scrollana” sem að menn fengu aðgang að, en það eru víst fjöldinn allur eftir sem hafa ekki fengið að fljóta með og hver veit nema þau gjörbylti merkingu og boðskap hennar! Eins og menn hérna eru að benda á eru óteljandi hlutir í henni sem hafa verið bannaðir, og alls kyns reglur um viðurlög sem ekki lengur eru tekin...

Re: Hugrenningar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
OK. Flottur textinn á síðunni þinni by the way. Ég er ekki viss um að það beri nokkurn ávöxt að þvælast út í þessar pælingar hjá þér, því til þess eins að við getum rætt nokkurn hlut verðum við að gefa okkur að við séum að skynja heiminn á nokkuð svipaðan hátt og að við skilgreinum hlutina svipað, annars yrðum við að bassla við að fullvissa okkur um að við séum sammála um hina minnstu hluti. Skilgreiningin er auðvitað ófullkomið tæki, og einmitt mikilvægt að muna að við skilgreinir...

Re: 'Eg á heima í draugahúsi...

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
jú, ætli maður hafi ekki verið að ganntast.

Re: Einhverntímann útskrifuð í heimspeki?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Fyrir mér eru heimspeki og rökfræði ansi vandlega hlekkjuð saman. Og ef maður gerist sekur um að setja fram gloppótta kenningu eða illa ígrunduð rök er ljóst að það er hægt að gefa því lága einkunn. Að “læra” heimspeki hlýtur því að felast í því annarsvegar að þjálfa sig í rökfræði og framsetningu, og hinsvegar hreinlega að afla sér þekkingar. Mér þykir því ekkert svo fráleitt að gefa fólki einkunnir fyrir heimspekinám.

Re: Hugrenningar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þetta er svolítið glundroðalegt svar hjá þér, svo ég er ekki viss um hvað þú ert að reyna að segja. Það er hinsvegar gaman að þessu. Ég væri til í að fá ´frekari skýringu á því af hverju “Skilgreining er galli alls greindar og skilning manna á öllu sem er til”?

Re: Hugleiðingar um hið

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Góð fiction um eignarhaldslaust samfélag er The Disposessed eftir Ursulu K. LeGuin. Geggjuð bók. Skál.

Re: Um augnablikið

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Merkilegt alveg hvað þú færð neikvæð viðbrögð við þessu! Þessi grein er bara mjög vel skrifuð miðað við margt sem “flýgur” hér á Huga og alveg sæmileg lesning. Undarlegt að menn séu að upplýsa hversu erfitt þeir eigi með að lesa lengri texta en 10 orð eða svo! Skemmtilega biluð pæling og svolítið ljóðræn. Keep it up. Skál.

Re: Hugrenningar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ekkert hefur tilgang nema fyrir einhvern með hagsmuni. Ef þú ert ekki til fyrir fæðingu til að hafa hagsmuni af tilveru þinni, hefur líf þitt að minnsta kosti engan tilgang fyrir þig, en hugsanlega fyrir einhvern annan/annað. Svo við erum sennilega tilraun sem geimverur eru að framkvæma, eftir milljón ár er tilrauninni lokið og geimverurnar sturta okkur niður og prófa eitthvað annað sem ber meiri ávöxt.

Re: Þórhallur miðill og Gunnar í Krossinum

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Allir sem belgja sig út og þykjast vita hvað sé rétt eða rangt í nafni drottins og biblíunnar eru að túlka á sinn hátt boðskap rits sem er búið að margþýða úr Dauðahafs-ritunum og vantar víst enn mikið upp á þá þýðingu, svo að Þórhallur er ekkert að velja og hafna meira, eða verr en Gunnar og allir hræsnararnir í skipulögðum trúarbrögðum heimsins. Það að Þórhallur geti með góðri samvisku gert það sem hann gerir er bara í góðu lagi og kemur fólki eins og Gunnari ekkert við. Allar bókstaflegar...

Re: Græju kaupin mín í sumar : )

í Græjur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hvaða bull er það að 100 riða sjónvörp virki ekki á Íslandi? Þau gera það alveg prýðilega og sést það greinilega á góðum sjónvarpstækjum. Skál.

Re: 'Eg á heima í draugahúsi...

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það er bara eitt að gera! Finna þrjá rauðhærða presta sem allir eru haldnir kvalalosta en samt hreinir sveinar. Þeir verða að drekkja albínóa ketti í svínablóði við fullt tungl og mála svo með blóðugum kettinum stóran reður fyrir ofan rúmið þitt. Eftir þetta verða allir prestarnir að éta með þér flatkökur með hangikjöti og segja sjóarasögur í heilann sólarhring. Og þá ertu hólpinn, ekkert mál! Skál.

Re: Pælingar

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Sammála ramax. Ef gosli er lesblindur eða bara svona slakur í stafsetningu þá skiptir það svosem engu máli, en þessi grein er alveg fucked up, vaðið úr einu í annað! Hinsvegar er greinin hans um einelti prýðileg og þörf. thumbs up Skál.

Re: Dimmu Borgir

í Metall fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Massíf grein! Áhuginn er svo mikill að hann er smitandi, samt hef ég aldrei sett mig inn í black metal! Kannski maður geri bragarbót á því. Skál!

Re: Reimleikar

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Einu sinni sagðist kærastan mín alltaf sjá draug í stigaganginum þar sem við áttum heima og lýsti honum mjög skemmtilega. Mér fannst það ferlega gaman og eyddi tíma og orku í að reyna að sjá hann líka, pírði augun, lagðist á gólfið, leitaði að skóförum og allskyns bull. Allt kom fyrir ekki, ég er blindur! Ég færði honum líka stól til að sitja á og hvíla lúin bein, og skilst mér á kærustunni að honum hafi þótt ég ansi skondinn….:Þ Ég væri sko alveg til í að vera skyggn! Skál!

Re: 10 ástæður fyrir að ég elska techno

í Danstónlist fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Heldur þykir mér halla undan fæti hjá AGGreSSive! Kauði hljómar eins og foreldrar hans hafi kúgað hann í 10 ára nám í klassiskum fiðluleik og greipt tónlistasnobbið í hausinn á honum! Þetta er klassísk pæling, að tónlist hafi enga sál nema að hún sé leikin á “accoustic” hljóðfæri og fái því flóknari og síbreytilegri hljóm. En þarf maður ekki að vera af sauðarhúsi þröngsýnustu manna til að vera 16 ára gamall og vera að þusa um þetta við menn sem margir hverjir eru færir plötusnúðar?!...

Re: Reimleikar

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það finnst það öllum rosa skemmtileg pæling að það geti verið til draugar, og allt of margir sem hella sér út í það að halda því fram að það sjái drauga og árur. Ég held að sumir hafi einhverja hæfileika sem ég skil ekki, en held líka eins og þú, að velflestir séu bara að gera sig breiða eða að rembast við að sjá eitthvað sem þeir vilja sjá. Slíkur er kraftur viljans, að þeir sem þurfa á því að halda að vera rosalega merkilegir og geta séð frammliðna, tekst það oft, en það er ekki þar með...

Re: 10 ástæður fyrir að ég elska techno

í Danstónlist fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Tek ofan fyrir þér Tactic að halda það út að svara sumu þessu liði! Nerves of steel :) Ótrúlegt hvað sumir sletta fram fullyrðingum á þess að hugsa hið minnsta! Skál!

Re: Reimleikar

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þegar stórt er spurt…. Þú veist það Ibbets að ég er frekar rökfastur og jarðbundinn fýr, og trúi ekki öllu sem fyrir mig er borið. En ég hef á mínum 26 árum orðið var við nokkra hluti sem hafa sannfært mig um það að það séu að minnsta kosti til einhver “tengsl” eða “straumar” sem við skiljum ekki. Fólk bregst stundum við hvoru öðru þó að kílometrar skilji það að og fl. í þeim dúr. Það sem mér þykir mikilvægt í þessari umræðu er að vera ekki með einhverjar skyndi-ályktanir, “oh my god,...

Re: Pælingar

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þvílík orðasúpa! Kommur stundum notaðar en oftast ekki. Hefði getað verið skemmtileg lesning ef stafsetningarvillur og handónýtar setningar gerðu þetta ekki nánast ólæsilegt. Too bad.

Re: The Thin Red Line

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég sá þessa mynd í bíó í Kaupmannahöfn, og fannst hún að mörgu leiti frábær mynd. Það skemmdi fyrir mér að fólkið sem var með mér var með sömu neikvæðnina og athyglisbrestina sem sumir hér virðast þjást af. Ég ætla að taka hana aftur einhverntímann í rólegheitum og taka hana almennilega inn. Það er líka munur á því að finnast mynd leiðinleg af því að hún höfði ekki til manna, og að mynd sé einfaldlega illa gerð, illa leikin og illa skrifuð en ekkert af þessu á við um þessa mynd. S.s. ekki...

Re: Smá sjálfsprómótering!

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 9 mánuðum
lol! Þetta er tekið milli jóla og nýárs og lýsingin í stofunni hjá þessu blessaða fólki kemur af rauðri seríu á jólatré. En þau kunna að vera djöfladýrkendur fyrir því :Þ<br><br><font color=“#000000”>…og ekkert múður!</font> <a href="http://kasmir.hugi.is/SpaceBoy/">www.SpaceBoy.is</a

Re: 2 spurningar

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég las heilmikla úttekt á Microdrive og hinum ymsu flashkortum á link frá Steve's-Digicams.com þar sem segir að Microdriveið hafi verið að klikka sjaldnar en flashið og væri bara topp dæmi! Svo færðu þau líka í 1GB og fljótlega stærri Microdrive, svo það er ekkert vit í að hunsa þau. Hinsvegar eru flaskortin að verða 512mb og upp úr, svo það er allt hægt.<br><br><font color=“#000000”>…og ekkert múður!</font> <a href="http://kasmir.hugi.is/SpaceBoy/">www.SpaceBoy.is</a
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok