Augnablikið, hvað gat ég sagt um það. Var það eins og kona sem ég vildi njóta. Ef það var svo þá vil ég játa það, hér með, að hún reyndist mér erfið á köflum. En hvað hefur Guð gefið okkur mönnunum annað en augnablikið og ef augnablikið er kona þá er erfitt að fá skilnað, því ef maður leitar aftur fyrir sig til fortíðar þá er maður einungis að leita þess sem hún hefur þegar skapað. En hverskonar kona er augnablikið? Lítum á, er hún ekki stundum eins og skækja sem hrópar á tópak og brennivín. Stundum samviskusöm og hreinlind húsfreyja. Stundum grimmlind og heimtandi að upp séu gerðar áður upplifðar stundir. En ef augnablikð getur verið í svona mörgum myndum er þá ekki tilhneiging hjá okkur mönnunum að vilja gifta sig einni mynd hennar heldur en þeim öllum. En við sleppum ekki svo létt því þó við elskum aðeins eina mynd augnabliksins þá erum við fjölkvænismenn. Og ef við spyrjum okkur hversvegna við verðum að elska þær allar þá er fátt um svör. Og ef við biðjum skaparann að tengja saman allt það er augnablik hefur verið, þá fáum við allt sem verið hefur og er. Og það hrópar beisklega á það sem koma mun. Það öskrar eins og asni sem vill ekki láta múlbinda sig við skildur og störf. Asni sem man fífil sin feguri utan augnabliksins. Asni sem veit að ef að það sem var er, þá mun það endurtaka sig á ný. En sem betur fer eru hamingju stundir þar sem öskur asnans dvelja í gleymsku og ótti við endurtekningar lífsins óþarfar. Slíkar stundir eru eins og ungur maður sem fer út að skemmta sér og það sem kvöldið kostar. Það skiptir hann ekki máli. En hvað kostar kvöldið? Og hversvegna þarf ungur maður að borga fyrir sína gleði. Eru til öfl sem áminna okkur um ábirgð þess að vera til. Öfl sem loka okkur inn í svo litlu herbergi að ef við hreifum okkur þá erum við að gera á hlut náungans. Og fyrirgef oss vorar skuldir í hlutfalli við það sem við erum tilbúinn að veita öðrum. Var það ekki þannig sem Drottinn sagði að við ættum að fara að þessu. Enn þá var það heimurinn sem krossfesti hann. Kannski til þess að við fengjum það fyrirgefið. Það sem við ætlum öðrum. En finnst okkur ekki betra að njóta augnabliksins en að horfa á slíkan mann. Jesús Krist og hann krossfestann.