Heil og sæl!

Á dögunum öttu þeir ágætismenn, Þórhallur og Gunnar, kappi
á Stöð tvö. Hér eru nokkrar pælingar sem urðu til við áhorfið.

Því miður voru stjórnendur þáttarins arfaslakir og ákaflega
aumlega á málunum haldið þannig að þátturinn einkenndist
af einræðum til skiptis og “fyrirsagnaupphrópunum”

en

mér brá að sjá Þórhall ekki halda uppi betri vörnum fyrir iðju
sína. Gunnar var með sitt á hreinu, Biblían (orð guðs)
fordæmir spámenn og þá sem ná sambandi við fólk fyrir
handan.

Þórhallur miðlaði til þeirra einu raka að:

…fólk vildi að hann hefði samband við framliðna.
…hann fyndi ekki að hann væri að gera nokkuð rangt.
…fólk ætti að vera umburðarlynt gagnvart hverju öðru.

En meginspurningunni, af hverju Þórhalli leyfist að ganga
gegn þeim orðum sem sá guð sem hann trúir á krefst þess
að hann fylgi.

Hann átti engin rök. Hann hafnar ekki Biblíunni en virðist telja
að a) hann sjálfur eða b) fólk almennt, geti valið úr þá kafla
sem það vill og krefst þess svo að bókstafstrúarmenn séu
umburðarlyndir.

Mér þykir þetta hæpið í meira lagi.

Ég ítreka að ég er enginn aðdáandi Gunnars eða trúbróðir, því
fer í raun fjarri, en ég gat ekki betur séð en að hann hefði á
hárréttu að standa og Þórhallur ekki.