Af þeim fjölmörgu ástæðum fyrir að ég elska techno, koma hér 10.

Yennek - “Dancing Tides”

Hér er Kenny Larkin á ferð með lag sem ég fæ einfaldlega ekki nóg af. Einstaklega melódískt, eins og margt af hans dóti, og fullt af tilfinningu. Mjúkt, þægilegt grúve með breakbeat áhrfium.

69 - “Desire”

Eitt fallegasta og tilfinningarþrungasta lag allra tíma að mínu mati. Carl Craig hefur gert margt stórkostlegt á sínum ferli, en þetta finnst mér standa hæst.

“C4,5”

Besta lúppa allra tíma að mínu mati, gæti hlustað á hana endalaust. Sönn snilld að hætti Maurizio.

Hardfloor - “Acperience”

Lagið sem endurlífgaði Roland TB-303 eftir mikla lægð. Ótrúlega flott uppbygging, sem nær svo hápunkti í 303 geðveiki (þeir notuðu 3 stykki).

LFO - “LFO”

Margir vilja meina að þetta sé lagið sem kynnti góðan sub-bassa fyrir heiminum, ég ætla ekki að mótmæla. Eitt af fyrstu techno lögunum sem ég féll algerlega fyrir, ef ekki það allra fyrsta. Skemmtileg notkun á “Speak & Spell” leiktækinu víðfræga.

The Advent - “Bad Boy”

Þegar ég heyrði það fyrst trúði ég ekki að einhver hefði náð að setja svona svakalega keyrslu, aldrei hafði ég heyrt annað eins. Enn þann dag í dag vekur þetta lag mikla gæsahúð.

Plastikman - “Lasttrack”

Síðasta lagið af breiðskífu hans, “Musik”. Maðurinn sem sýndi að það var hægt að gera meira með 303 en einfaldar bassalínur, sýnir hér hvernig á að gera það.

T-World - “An-Them (Part One)

Lagið sem sannaði fyrir mér að íslendingar geta líka gert gæða techno. Er ennþá að heyra þetta í syrpum erlendis frá.

Cold - ”Strobe Light Network“

Annað íslenskt. Eitt af stærstu sándum í sögunni. Fékk mikla athygli erlendis, sem það átti skilið.

Dave Clarke - ”Red One (Remix)"

Lag sem ég mun einfaldlega aldrei fá leið á. Eitthvað besta klúbbatechno allra tíma.


Eins og ég sagði eru þetta bara 10 ástæður af margfalt fleiri.

Góðar stundir.
Góðar stundir.