Er leikskóli mikilvægur? Þið hugsið alveg örugglega: Hún hefur ekkert vit á þessu eða hún veit ekkert hvað hún er að tala um.

Ég er aðeins þrettán en þrátt fyrir það þá veit ég sitthvað og skil.

Krakkar eiga oft sín bestu ár á leikskólum. Sandur í munni, ‘ég býð þér ekki í afmælið mitt’ setningin og væl og grenj. En þrátt fyrir það er auðvitað mikilvægt að vera í leikskóla. Þó að mamman hefur tíma og getur verið með barni heima þá er alltaf gaman að vera í leikskóla. Leika sér við aðra krakka og læra mannleg samskipti, meira að segja að ákveða hverjum maður ætlar að giftast þegar maður verður stór.

Ég er ekki að skrifa þetta bara til að fá stig heldur því að ein bekkjarsystir mín á í miklum erfiðleikum við að eignast vini. Eða réttara sagt hún kann eiginlega ekki að eignast vini. Hún er fín stelpa og allt það en það er eins og hún fatti ekki hvernig maður fari að. Hún fór ekki leikskóla, þar sem maður lærir allar reglur um vináttu. Þessi stelpa er dáldið utanveltu og sú leið sem hún kýs að eignast vini er greinilega ekki sú rétta. Hún er alltaf að sleikja sér upp við ákveðnar stelpur og með öllum þeim afleiðingum sem fylgir því. Hún er oft að apa eftir og þannig.

Ég spyr: Gæti verið að þessi stelpa, eigi erfitt með að eignast vini því hún fór ekki í leiskóla, þar sem maður eiginlega lærir að eignast vini?

Ég veit að ég veit ekki mikið um þetta, en gæti verið að það séu einhver tengsli á milli þess að fara ekki í leikskóla og eiga síðar á ævinni erfitt með að eignast vini eða er það nú þegar sálfræðilega sannað eða er þetta bara bull í mér.

Takk fyrir mig

Saga

(fyrirgefið ef þetta er algjört BULL eins og það er)