Dimmu Borgir er nafn sem flestir ættu að þekkja og ég ætla að segja smá frá þeim. Dimmu borgir er Black Metal band sem kemur frá landi Norsaranna en þeir heita eftir helli sem er hér á klakanum og heitir Dimmuborgir og er við Mývatn en þeir skrifa það Dimmu Borgir. Fyrstu meðlimir sveitarinnar voru Shagrath sem þandi raddbondin, Erkekjetter Silenoz spilaði á gítar og Tjodalv trommaði. Stuttu seinna kom Brynjard Tristan sem plokkaði bassann og Stian Arsaath spilaði á hljómborð og á þeim tíma voru Dimmu Borgir fæddar(árið 1993).
Flottar melódíur á hljómborðið, gítarinn í fíling, flott trommusánd og hálfhrá rödd og óperuverk einkenndu DB til að byrja með og gera enn, þeir eru undir miklum áhrifum frá Dvorak og Wagner og öðrum gömlum tónskáldum.

Sjö tommu platan “Inn i evighetens morke”(Í hið eilífa myrkur) var gefinn úr af Necromantic gallery productions árið 1994. Sú plata seldist einsog heitar lummur(hver í andsk***** fattaði uppá þessu orðtaki en jæja…) þó þeir urðu þekktir urðu þeir eiginlega ekki “samþykktir” í Blackmetal senuna þartil “For All Tid” kom út sama ár hjá nýju fyrirtæki, No Color Records. En röðin á þeim disk hún var: Shagrath: Söngur og Trommur(Og gítar á lagi nr. 5), Erkjeketter: Gítar og raddir, Tjodalv: Gítar, Brynjard: Bassi og Stian: Hljómborð píanó og effectar.

Lítið gerðist hjá þeim þartil “Stormblåst” hjá nýju fyrirtæki Cacophonus Records, sem kemst í hóp bestu blackmetal diska fyrr og síðar(IMO) sú plata sýndi að þeir voru að þroskast aðeins í svartmálmnum, og á þeirri plötu vor röðin: Shagrath: Lead gítar og söngur, Silenoz: rythma gítar og söngur, Tjodalv : Trommut og annar ásláttur, Brynjard Tristan: Bassagítar og Stian Aarstad: Hljómborð og píanó. Eftir stormblåst föttuðu þeir að það væri betra að syngja á ensku ef þeir ætluðu að ná heimsyfirráðum(ég tala í myndlíkingu) og svo voru margir englendingar og fleiri heimsbúar sem skyldu ekki bofs í Norsku svo þeir ákváðu bara að breyta. Jú sú plata seldist mjög vel og stuttu seinna kom forsmekkur af nýrri plötu, en það var smáskífan “Devils Path” hjá Hot Records, enn eitt nýtt fyrirtæki
þar sem Shagrath vann og bar alla ábyrgð á að Dimmu Borgir fékk samning þar. Á þeim tíma gekk nýr bassaleikari, Nagash frá hljómsveitinni Troll and The Kovenant, var fenginn til að leysa Brynjard Tristan og á sama tíma þurfti Stian að hætta vegna einhverra deila við Norska Herinn og þar var röðin: Shagrath: Gítar, söngur og Hljómborð, Erkekjetter, Gítar, Tjodalv Trommari og Nagash á bassa.

Árið 1997 kom svo Entrone Darkness Triumphant út og það er sko snilldarplata(IMO). Entrone seldist vel og fór yfir 150000 plötur í sölu en samt á þessum tíma voru þeir einnig taldir SellOut útaf þessu sem er eiginlega ekki satt. Nú voru þeir einu sinni enn komnir á nýtt label, Nuclear Blast(sem eru núna með bönd einsog In Flames, Hammerfall og Immortal, ja en nú eru immortal hættir.) Samt vildu Nuclear Blastarar ekki bera ábyrgð á að prenta textann við “Tormentor of Christian Souls” því hann er ansi ekki við hæfi en ég held að hann sé hægt að finna á síðu þeirra - www.dimmu-borgir.com, og á þeim disk var röðin svona: Shagrath: Gítar og Söngur, Erkekjetter: Gítar, Tjodalv: Trommur, Nagash: Bassi og Stian Aarstad: Hljómb. og píanó.

Eftir að “Enthrone” var tekinn upp var Ástrali nokkur að nafni Astennu ráðinn til að vera Live Gítarleikari svo að Shagrath gæti einbeitt sér að söngnum, en Astennu kom í staðinn fyrir Jens Petter sem varað spila með þeim í stuttan tíma að spila live og varð svo meðlimur í DB stuttu seinna, og eftir að hafa túrað með 150000 seldar plötur og nóg af norskum krónum í vasanum þá ákvað Tjodalv að taka sér pásu til að verja tíma með konu sinni og nýfæddu barni og sá sem kom í staðinn heitir Aggressor sem var bara Session og Live trommari sem er núna að tromma með Aura Noir. Stian Aarstad var á sama tíma rekinn fyrir slaka frammistöðu og Kimberley Goss kom í staðinn sem hafði unnið með Therion, Anicent og Synergy en hún hætti stuttu seinna og eftir nokkra klukkutíma var Mustis, æskuvinur Shagraths.

“For All Tid” var endurgefinn út af Nuclear Blast árið 1998, sem er með öll lögin af upprunalegu útgáfunni plús tvö lög af “In i evighetens mörke.” Stuttu seinna kom mini-diskurinn “Godless Savage Garden” sem var líka gefinn úr af Nuclear Blast sem var með tvö ný lög, tvær endurúrgáfur og þrjú coverlög, en þessi diskur átti bara að vera til þess að aðdáendur myndu enn bíða spentir eftir “Spiritual Black Dimensions” en “GSG” var tilnefndur til Norsks Grammy - Spellemansprisen, fyrir besta metallinn, en þeir unnu því miður ekki.

1. mars 1999 var svo “Spiritual Black Dimensions” gefinn út. Rétt eftir að upptökum var lokið ákvað Nagash að hætta því hann gekk til liðs við The Kovenant. Sá sem kom í staðinn til að vera live spilari var Simen Hestnaes(einnig þekktur sem ICS Vortex) úr Borknagar og stuttu seinna varð hann fullgildur meðlimur í Borgunum. en röðin á þessum disk var sú Shagrath söng, Silenoz spilaði á gítar, en Astennu var Lead gítar, Nagash spilaði á bassan, Tjodalv lamdi trommurnar og Mustis spilaði á hljómborð og píanó. Stuttu seinna kom út “Sons of Satan Gather for Attack” sem Dimmu Borgir og Old Mans Child gerðu í sameiningu, og líka kom út diskur með hliðarverkefni Astennus Carpe tenebrum þarsem Nagash kom við sögu og söng, og sá diskur svipar mjög til Dimmu Borga en er bara hraðari. Báðar þessar plötur voru gefnar út hjá Hammerheart Records. Snemma árið 1999 á miðjum túr þeirra um Bandaríkin áhvað Tjodalv ad hætta trumbuslættinum og hann fór að sinna konu sinni og barni, og sá sem kom í staðinn var Breti að nafni Nicholas Barker oftast kallaður Nick Barker og hann hafði m.a trommað með Cradle of filth.


Diskurinn True kings of Norway kom út árið 2000 af Spinefarm Records(ég skil nú ekki afhverju ekki af NuclearBlast en jæja) og eftir það drifu þeir sig í stúdíó að taka upp nýja plötu, en bandið þurfti að klára nýja efnið og fjárhagsvandamál voru einnig mikil, sérstaklega hjá Nick sem hafði engin efni á að koma mikið til Noregs þarsem hann bjó enn á Englandi. Einnig í kringum útgáfu þessarar plötu var Astennu rekinn vegna persónulegra ástæðna. Galder(eða Tom Rune Andersen) úr Oldmans child kom í staðinn fyrir Astennu til að spila á næstu plötu DB. Þeir fóru yfir landamærin, yfir til Svíþjóðar í Fredman Studio til að taka upp nýtt meistarastykki, Puritanical Euphoric Misanthrophia, sem er með mörgum skemmtilegum lögum einsog Hybrid Stigmata - The Apostasy, Blessings upon the throne of tyranny, Kings of the Carnival Creation, Puritania, Indocrinasion, og the Maelstrom Mephisto. Fyrir þessa plötu voru þeir aftur tilnefndir til Norska Grammysins í Metalflokknum, ásamt Emperor og Borknagar, en dimmu borgir unnu loksins!!!
Ekki bar mikið á Dimmu Borgum þartil ári seinna kom út World Misanthrophy sem allir Aðdáendur DB ættu að verða sér útum, og nú er nýji diskurinn þeirra, Death Cult Armageddon kominn út og ég verð bara að segja að hann er frekar góður, og hann fékk fullt hús stiga hjá SwedishMetal.com og ég segi að allir Aðdáendur DB verða líka að fá sér þennan.

Full nöfn meðlima DB:
Øyvind Mustaparta aka Mustis
Thomas Rune Andersen aka Galder
Sven Atle Kopperud aka Erkekjetter Silenoz
Stian Thorensen aka Shagrath
Simen Hestnaes aka ICS Vortex
Nicolas Barke