Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pipppi
Pipppi Notandi frá fornöld 94 stig

Re: CNN að gera góða hluti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jæja, ég tek svar þitt þannig að þú skiljir ekki merkingarfræðilegan hlutlægnislegan mun á þessum setningum, það þó ég sé búinn að útlista hann vandlega og samt spyrðu mig hver hann er? Lestu bara aðeins til baka. En ég held þú ættir að taka þér frí frá amstri hversdagsins í dágóðan tíma til að stunda innhverfa íhugun, því þessir sleggjudómar og fordómar þínir eru óskiljanlegir. Af hverju ætti ég að hata CNN? Af því ég set út á fréttaframsetningu þeirra? Þetta er nú bara brjóstumkennanlegt...

Re: CNN að gera góða hluti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Góði besti, nefndu ekki Guardian og BBC í sömu andrá! Guardian er sorpsnepill sem ég myndi aldrei nenna að lesa. Ef það er einhver hérna sem er fordómafullur þá ert það þú, eins og sjá má af fyrstu setningu þinni. Þarf ég að hata allt sem amerískt er af því ég kann ekki að meta CNN, og færi rök fyrir því? Hvernig væri að þú reyndir að færa rök fyrir þínu máli? Tökum nú þessa fyrirsögn frá BBC: “Arab press hails anti-war protests” Hvað er eiginlega athugavert við þetta? Hér er eingöngu verið...

Re: CNN að gera góða hluti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nei, BBC hefur aldrei skrifað “hlakkar”, og það kemur málinu heldur ekki við. Orðið sem hér um ræðir er “gloats”, og það hefur neikvæðara yfirbragð en “hlakkar”. Það má vera að það orð hafi birst á BBC en það skiptir heldur ekki máli. Það sem skiptir máli er hvernig það er notað.

Re: BNA refsar Þýskalandi

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
BNA menn munu komast að því fyrr en síðar hvernig það er að eiga undirlægjur frekar en vini. Ef þeir vilja stóla á lönd eins og Búlgaríu, Moldavíu og Króatíu, verði þeim þá að góðu.

Re: BNA refsar Þýskalandi

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Bullið í þér. Það er ENGIN yfirvofandi ógn sem steðjar að Tyrklandi. BNA menn eru að reyna að misnota varnarhlutverk NATO til þess að fá tyrki með sér að ráðast á annað land. Það væri fáránlegt að samþykkja það.

Re: CNN að gera góða hluti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er tilfinningahlaðið og niðrandi orðalag sem enginn fréttamaður getur notað og getur talist hlutlægur. FRÉTTIN er frásögn af því sem gerðist raunverulega, yfirlýsingar, fjöldagöngur osfrv. Það að kalla það sem gerðist og var sagt “gloating” er PERSÓNULEGT MAT fréttamannsins, tilfinningahlaðið og niðrandi, og er ekki fréttamennska heldur áróður. Nægir þetta?

Re: Traust stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Andskotans bull er þetta að verða hjá þér. Það er nánast aldrei beðið um sakavottorð þegar maður sækir um vinnu, og ég get bent þér á að 10 milljónir eru margra ára laun fyrir flesta. Þú gætir fjárfest upphæðina og lifað á vöxtunum, ca milljón á ári eftir skatta, þá þarftu ekki á góðri vinnu að halda! Það er auðvitað gott að þú ert svo vel upp alinn að samviskan banni þér þetta, en það eru ekki margir sem hugsa þannig. Svo ertu kannski svo ungur að þú ert ekki byrjaður á brauðstritinu ennþá....

Re: BNA refsar Þýskalandi

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ætli Davíð og Halldór séu ekki einmitt skíthræddir við að andmæla Bush svo keflavíkurstöðinni verði ekki lokað?

Re: CNN að gera góða hluti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
PS. svo var ég að sjá þetta bara núna: http://www.cnn.com/2003/WORLD/meast/02/16/sprj .irq.protests/index.html “Iraq was gloating Sunday over the global outpouring of opposition to a possible U.S.-led war against the country…” Hvers konar fréttamennska er þetta? Það er bara eitt svar við því, þetta er ekki fréttaflutningur, þetta er hlutdræg skoðun fréttamiðilsins sem komið er á framfæri í búningi fréttar.

Re: CNN að gera góða hluti!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
CNN hefur ekki gott orðspor. Ég horfi ekki á þá sjálfur því ég treysti þeim ekki. Reyndar treysti ég engum sjónvarpsfréttum, en það er önnur saga. Sí-enn-enn menn urðu uppvísir að hreinum fölsunum er mér sagt upp úr 11. september. Þeir sýndu víst fagnaðarlæti í palestínskri afmælisveislu og sögðu að verið væri að fagna hryðjuverkunum! Svo er nú alveg ljóst að ameríkanar fá einhvern allt annan fréttaflutning heldur en fólk í öðrum löndum, það vita þeir sem talað hafa við einhvern fjölda kana....

Re: Traust stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jæja, ég skal nú halda áfram með þetta á alvarlegum nótum þótt ég eigi bágt með mig. Segjum að þú sæir seðlabúnt á glámbekk í banka, 10 milljónir. Myndirðu stinga því í vasann ef þú ættir ekki neitt á hættu annað en að þurfa kannski að skila því?

Re: Traust stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hvers vegna ætti maður þá ekki að stela, ef það versta sem gerist er að maður neyðist til að skila þýfinu?

Re: Traust stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hvað finnst þér að eigi að gera í málinu þegar upp kemst um þjófnað?

Re: kærumál = æstifrétt = gaman hjá fréttamönnum

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er ranghugmynd hjá þér. Slúður er söguburður sem gengur milli manna um málefni sem koma almenningi ekki við og ekki er talað hátt um. Dómar í opinberum málum eru birtir almenningi og er beinlínis skilgreint í lögum að þeir koma öllum við.

Re: kærumál = æstifrétt = gaman hjá fréttamönnum

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er bara þannig að dómar í málum sem eru ekki þeim mun léttvægari teljast fréttnæmir og það er sagt frá þeim í fréttum, ekki bara kynferðisbrotamál. Almenningi finnst þetta fréttnæmt og vill heyra um það, og það er hluti af réttarríkinu eins og ég sagði. Þetta áttu nú að vita.

Re: kærumál = æstifrétt = gaman hjá fréttamönnum

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er alveg rétt sem Elín Hirst segir, en það hefur ekkert með það að gera að segja frá öllum smáatriðum. Það bætir engu við umræðuna nema fyrir gluggagægja og slíkt fólk.

Re: kærumál = æstifrétt = gaman hjá fréttamönnum

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er 100% sammála þér að fréttaflutningur af smáatriðum í kynferðisbrótamálum er kominn út í algjörar öfgar og er viðbjóðslegur. Ég veit ekki hverju fréttamenn eru að þjóna með þessu nema eigin öfuguggahætti kannski. Áheyrendur vilja ekki heyra um þessi smáatriði, fórnarlambið örugglega ekki, og varla sakborningar heldur. Kannski er það bara málið að fréttamenn eru perrar upp til hópa og fá sína kynferðislegu útrás á því að velta sér upp úr þessu.

Re: kærumál = æstifrétt = gaman hjá fréttamönnum

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er sjálfsagt að hvetja fólk til að kæra þá sem fremja glæp, hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða annars konar brot. Ef glæpur hefur verið framinn á skilyrðislaust beita viðurlögum gegn þeim sem ber ábyrgðina. Það er alltof algengt að fólk láti ótta, afskiptaleysi eða skömm koma í veg fyrir kæru. Ef kærumál verða fréttamatur, þá er það bara gott mál. Í réttarríki er ekki nóg að réttlætinu sé fullnægt, réttlætinu verður að sjást vera fullnægt.

Re: Hermann Göring kennir stríðsæsingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Einmitt núna er verið að segja okkur sem ekki viljum ráðast á Írak að við séum að bjóða hættunni heim, sbr. orð Görings hér að ofan.

Re: Rasismi á Íslandi!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þú veist vel hvað ég meinti, sauður.

Re: Taugaveiklun Davíðs Oddssonar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Heheh, það eru fleiri taugaveiklaðir en Davíð Oddsson greinilega! Það virðist gott mál að koma með persónulegar greinar um Ingibjörgu og Össur, en þegar talað er um Davíð þá er bara farið á taugum. Slappaðu af djúd.

Re: Verktakavinna Össurar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Síðasta línan er það sem er rétt, hitt er bull. Það hefur alltaf verið vita að Össur er enginn bógur til að ýta sjálfstæðisflokknum til hliðar, hann var þarna bara til að halda sætinu fyrir Ingibjörgu.

Re: Tigerland

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mynd sem er alveg laus við það að vera ömurleg. Gott er að hafa í huga að þegar þessi mynd á að gerast er öllum ljóst að BNA menn hafa tapað stríðinu og andinn í hernum er í lágmarki. Flestar víetnammyndir gerast hins vegar um eða fyrir 1970, þegar stríðið er í hámarki.

Re: Forsætisráðherra búinn til í fjölmiðlun?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ekki eins erfitt og þú, arnig. September getur allavega skrifað málsgrein með málefnalega þýðingu:Þ

Re: Rasismi á Íslandi!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Segðu þetta við stjórnmálamennina sem byrjuðu að hleypa inn flóttamönnum frá asíu. Nú er einfaldlega orðið of mikið af aðfluttu fólki þaðan, og þá byrja þessi vandræði. Íslendingar eru hvorki gott né slæmt fólk, svona fer þegar ólíkir heimar mætast.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok