Ég má til með að tjá mig aðeins um meðferð fjölmiðla á málefnum
líðandi stundar. Í bandaríkjunum eru stærstu fjölmiðlarnir, þessar týpisku “mass media” stofnanir óspart notaðar sem skoðanamótandi tæki á sauðsvartan almúgann, fyrir langt um löngu virðist sannleikurinn hafa hætt að skipta nokkru máli hjá þessum fyrirtækjum, sér í lagi þegar um heimspólitísk málefni er að ræða.
Þau eru mýmörg málin sem hafa komið upp, þar sem fréttamenn greina frá því að þeim hafi eða sé meinað að fjalla á ákveðin hátt um eithvert málefni, af eigendum fyrirtækisins sem þeir vinna hjá.
Það er augljóst mál að flokksmaskínurnar eru löngu búnar, leynt eða ljóst, að salla til sín áhrif í þessum fyrirtækjum, sem er í sjálfumsér ekkert hægt að segja við. Vandamálið fellst í því að það er falið fyrir almenningi hvort einhver undirliggjandi tilgangur felist í fréttaflutningnum. Það væri til dæmis töluvert auðveldara fyrir einstaklinga að átta sig á hlutunum ef t.d CNN héti “áróðurstöð bandarískra eiginhagsmuna” eða…..fréttablaðið héti “málgagn samfylkingarinnar”. Það dæmi sem fékk mig til að skrifa þessa grein var fréttaflutningur CNN frá stríðsmótmælum, fyrir nokkrum vikum voru haldin stríðsmótmæli um heim allann, þegar ég fór á CNN á vefnum til að athuga með gang mála, var aðal fréttin að bandarísk stjórnvöld teldu að íraskir njósnarar væru staðsettir í bandarískum borgum til að ýta undir stríðsmótmæli og uppþot. Undirtónninn var sem sagt að þeir sem mættu í stríðsmótmæli hefðu látið plata sig af íröskum njósnurum. Í gær voru svo önnur stríðsmótmæli…þar sem miljónir manna söfnuðust saman um heim allan fyrir friði. Aðal fréttin á CNN eftir það var “antiwar rallies delight IRAQ”, og sýndar voru myndir af aröbum að brenna bandaríska fánann. Undirtónninn var nú að þeir sem gengu til friðar, væru að styðja Saddam Hussein. Þetta finnst mér rosalega gróft, alveg á að innprenta það í bandarísk heilabú að þeir sem eru með friði eru á móti bandaríkjunum.
Þetta er nú kannski ekki vel rökstudd gagnrýni hjá mér, og eflaust margir sem eru mér ósammála og telja CNN ábyrga og góða fréttastöð sem í þessum tilfellum hafi bara ekki verið sömu skoðunnar og ég um málefni og þessvegna er ég að væla, eithvað gæti verið til í því, en ég er í raun meira að lýsa yfir vonbrygðum heldur en gagnrýna.