Verktakavinna Össurar Þegar Ösur Skarphéðinsson var kosinn formaður Samfylkingarinnar varð hann á margan hátt fyrsti atvinnumaðurinn í pólitík. Ekki svo að skilja að aðrir pólitíkusar fái ekki greitt fyrir störf sín, heldur það að hann var sennilega fyrsti stjórn´málamaðurinn sem var ráðinn tilað vinna eitt ákveðið verk.

Þetta verk snérist um að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og koma Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu að kjötkötlunum sem þeir hafa beðið svo lengi eftir. Það er í raun svo að ákveðin örvænting hefur verið að grípa um sig innan ákveðinna hópa í samfélaginu sem hafa svo lengi verið í stjórnarandstöðu að þeir eru farnir að efast um að þeir muni nokkurn tímann ná því markmiði aftur og sjálfstæðis og framsóknarmenn eru smám saman að leggja undir sig allar stofnanir samfélagsins.

Til að snúa þessu við réðu þeir verktaka til verksins. Hann heitir Össur og fékk titilinn formaður Samfylkingarinnar.

Hann reyndir árum saman að finna farveg til að koma því í framkvæmd sem hann var ráðinn til, en skyndilega fann hann lausina. Hann fékk svilkonu sína til að taka við flokknum og og nú ganga menningarvitandi kratar um með nýjan byr í brjósti og halda að sagan verði þeim loksins hliðholl.

Kannski fólst það sem Össur var ráðinn til að gera í því að koma Ingibjörgu inn í landsmálin.