Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fitubrennsludrykkir?

í Heilsa fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Frá EAS er til drykkur sem heitir Myoplex, þetta er í raun ekki fitubrennsludrykkur, þetta er drykkur sem hefur að geyma töluvert magna af próteinum og kolvetni, þeir eru fitusnauðir og hafa mikið af vítamínum. Þessir drykkir eru hugsaðir í stað máltíðar og þannig tryggir þú að líkaminn frá rétta í næringur ú máltíðinni. Frá EAS er til efni sem heitir BetaLean, þetta er nýtt efni sem á að stuðla að aukinni brennslu, það inniheldur t.d. Coffein og Greanleaf, þetta er örvandi sem sem eykur...

Re: Halló Kókfíklar

í Heilsa fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Eitt sem er ágætt að fólki hugsi aðeins útí ef það ætlar að fara í ræktina til að grenna sig að í kóki er auðvitða coffein, coffein er örvandi efni og örvar það brennslu í líkamanum. Svo þegar margir byrja að æfa hætta þeir að drekka kók og um leið minnkar brennslan, það væri í raun ekki galið fyrir fólk að skipta fyrir í dietkók til að byrja með og trappa sig aðeins niður og minnka þannig sjokkið fyrir líkamann. Svo geta menn líka bara hætt að drekka kók og fengið sér DietFuel eða BetaLean...

Re: Offita, misskilið vandamál

í Heilsa fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mikið til í þessu en ég vil bara kom í veg fyrir þann misskilning að insúlín sé eitthvað slæmt. Þvert á móti er það gífulega mikilvægt og það að virki þess sé sem best. Insúlín flytur sykur og einföld kolvetni inn í frumur, en ef að blóðsykurinn fer yfir eðlileg mörg þá breytir insúlínið umfram orkunni í fitu. Aftur á móti aðstoðar insúlín við að koma aminósýrum til vöðvanna og þannig stuðla að byggingu þeirra svo að fyrir þá sem eitthvða æfa er gífulega mikilvægt að insúlínkerfið sé virkt,...

Re: Öryggismál

í Litbolti fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Heyr! Heyr!

Re: Spolier á Hyundai Sonata 97-99

í Bílar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
hehe.. ég talaði við verslunarstjóran.. kommon ég var búin að bíða í 6 mánuði for kræingátlát. Þegar þolinmæðin mín brast að lokum bauðst hann til að panta þetta með flugi og blessaður spolerinn átti að kosta lítinn 80 þúsund kall svoleiðis… ég bara held ekki. Ég talaði við strákana í Tómstundahúsinu, þeir hafa gert nokkrar tilraunir til að panta frá MS-design, þeir eru víst frekar leiðinlegir þarna úti.

Re: mig langar avo í gítar :(

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hvad sem thu gerir EKKI kaupa gitar ur IKEA eda Hagkaup, thetta er vidbjodur sem ekki er sens ad spila a! Reyndu ad finna einhvern notad kassagitar, thu getur orugglega fengid alveg baerilegan gitar fyrir 10 thus. en sjalfur myndi eg fara i Tonastodin og spjalla mig tha/

Re: wOOt??

í Apple fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þegar ég segi næstu áramót þá á ég auðvitað við 2003-2004

Re: ráð varðandi gítarkaup...

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég keypti mér seagull í Tónastöðinni. Fínt hljófæri fyrir góðan pening og FRÁBÆR þjónusta

Re: wOOt??

í Apple fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Segið mér ágætu meistarar Hvernig er hægt að ætlast til þess að íslendingar fari alfarið í OSX þegar íslensku mál eru enn í tómu tjóni. Ég er alls alls alls ekki að tala um það sem Muri og félagar eru að gera niðri ATV það er allt gott og blessað en meðan að forritin eru ýmist Carbon, coca eða classic og enginn getur verið viss um hvering íslenskan á eftir á virka á milli forrita er íllt í efni. Það sem ég er að fara er að það er bara ekki samræmi í leturmálum ennþá. Hvernig á maður að vita...

Re: Skólar

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég vil taka fram að ÉG ER ALLS EKKI samála því að Eðvarð sé ekki góður kennari. Hann er topp gaur. Ég er hjá honum núna og líkar vel. Hef að vísu bara verið hjá einum öðrum og Eðvarð er mun betri að mínu mati. Ég get hiklaust mælt með honum. kv. Sario

Re: Viggó

í Handbolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Skoooooo…. Auðvitað er eðlilegt að Viggó hafi verði reiður og auðvitað er eðlilegt að hann fái rautt. Hvorki Birkir Ívar nér Viggó eiga að láta svona, báðir með mikla reynslu og góðir keppnismenn. En með ritaraborðið, AUÐVITA SÖGÐU ÞEIR EKKERT!!!! Það er heila málið í þessu, það eru alltaf heimamenn sem sitja við þetta borð og við verðum bara að gera okkur grein fyrir því að þeir eru hliðhollir öðru liðinu hvað svo sem þeir eiga að vera. Það sem við þurfum er að fá eftirlitsdómarana aftur á...

Re: Kóngur !!

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég verð að vera sammála, besta þjónusta sem ég hef fengið er í Tónastöðinni. Ég fór til þeirra til að leita ráða, þegar ég keypti Seagull gítarinn minn þá var mér ráðlagt að bera á fingerboardið eftir soldin tíma eða einhverntíman þegar ég skipti um strengi. Ég fór að spyrja hvað ég ætti að nota. Andrés bendi mér á að ef ég vildi vera voða flottur á því þá ætti hann svona hreinsisett fyrr einhvern 4000 þús kall en sagði svo blessaður þetta er bara eitthvað dót, farðu bara í apótek og keyptu...

Re: Næstkomandi tímabil

í Handbolti fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hvað segja menn um þær sögur að Vikingar ætli að leggja handknattleiksliðið niður, getur einhver commentað á það? Það verður óneitanlega gaman að sjá hvernig deildin spilast á komandi tímabili, ég held að þetta tímabil verði ekki síður jafnt en það síðasta. Mínir menn hafa náð sér í 3 sterka menn sem munu vonandi styrkja liðið, að vísu misstum við einn besta leikmann okkar, Róbert Gunnarsson línumaður fór til danmerkur. kv. Sario Áfram Fram!

Re: Glæsilegt mót í dag (GG allir)

í Litbolti fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já mótið var mjög fínt, þetta var góður dagur. Takk fyrir að bjalla í mig Guðmann, ég var alveg að ná að bæla bakteríuna niður en neiii… ;) Þetta gekk bara nokkuð vel og tek ég undir með Guðmanni að dómararnir eiga mikið lof skilið. Það eina sem fór svolítið í mig er að það var í raun ekkert almennilegt “save-zone”, það mætti bæta úr því fyrir næsta mót. Þó ekki væri nema að menn hauguðust til að nota “barrel-plug” þegar menn bera hlaðna merkjara í kringum áhorfendur, þó það sé ekkert sem...

Re: gashylki

í Litbolti fyrir 21 árum, 10 mánuðum
uu.. Þetta eru reyndar ekki gashylki. Ýmist nota menn þrýstiloft eða kolsýru, prufaðu að hafa upp á daxes@hugi.is hann getur nokkuð örugglega pantað kút sem hentar þér, sjálfur hef ég notað þrýstiloft og ef merkjarinn þinn getur notað það þá mæli ég hiklaust með því þó það sé oftast aðeins dýrara, það er bara svo miklu betra. kv. Sario

Re: Inferno Terminator T3 til sölu

í Litbolti fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég ætlaði að fá 55 þús fyrir þetta en þar sem glerið í grímunni er orðið svolítið rispað þá lækka ég mig í niður í 50 þús.

Breytingar á reglugerðinni

í Litbolti fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég persónulega er ekki alveg til í að kyngja því að 13 ára krakkar eigi nokkuð með það að gera að nota Paintball merkjara. Það er nú einu sinni þannig að merkararni eru ekkert hættulegir, en aftur á móti getur sá sem á honum heldur gert mikin skaða. Ekki bara gagnvart sjálfum sér heldur einnig öðrum leikmönnum. Mér persónulega finnst 15 ára takmarkir algjört minimum. Ég tel að í og mörgum tilfellum sinnum við öryggismálunum ekki nógu vel, sem dæmi þá finnst mér algjört frumskilyrði að menn...

hehehehe.

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
hehehe.. Peace4all: Ekki ertu skildur Hannesi hehee? Nei málið er að Bubbi hefur oft sagt ruglaða hluti sem fólk er löngu hætt að taka mark á, hver heldur þú að hafi hugsað, Já Hannes er bara barnaníðingur eftir að Bubbi sagði þessa sögu? ENGINN, allavega enginn með sæmilega skarpa hugsun. Ég ætla ekki að réttlæta neitt sem Bubbi segir, sumt finnst mér gott og sumt vont en ég er algjörlega mótfallinn því að hverskyns ritskoðun eigi sér stað. Í þessu samhengi talaði Bubbi líka um Jón nokkurn...

Lágt plan

í Handbolti fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mér finnst þessi umræða vera farin að taka á sig undarlega mynd. Þetta er svona “pabbi minn lemur pabba þinn” umræða. Það sem ég held að greinahöfuundur hafi verið að falast eftir er hvort dómgæsla Í HEILD er eitthvað verri nú í ár en hún hefur verið. Það að halda fram að einhver mútur mál séu í gangi er fáranlegt, enda held ég að engin hafi verið að halda því fram. Aftur á móti finnst mér það versta sem gerst hefur í íslenskum handbolta í langan tíma gerst: Það eru engir eftirlitdómarar á...

Re: Dómarar!... eða hvað...?!

í Handbolti fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta er klippt úr grein frá vaffess hér að ofan: …en nánast alltaf fékk jarðýtan ykkar hann fúsi að klára… ég vil taka fram að ég er EKKI valsari en þetta er samt svolítið fyndið frá haukamanni, ÞIÐ ERUÐ MEÐ ÓLÖGLEGASTA LÍNUMANN I HEIMI!!! Ég held að Shamkuts hljóti að vera einhver sá grófasti sem fyrir finnst, Fúsi er vissulega grófur en hann er alls ekki grófari en ykkar tröll

Re: Dómarar!... eða hvað...?!

í Handbolti fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég verð að vera sammála greinahöfundi í einu og öllu, mér finnst menn taka þetta Haukamál heldur nærri sér. Ég er þeirrar skoðunar að dómgæslan í heild hafi verið frekar slök og tek ég undir vangaveltur greinarhöfundar um það hvort þetta séu orsök, brothvarfs eftirlitsmanna. Sario

Re: Spáin fyrir úrslitin í bikarkeppnini.

í Handbolti fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það verður að viðurkennast að Haukarnar eru með mun sterkara lið svona á pappírunum, ég hef reyndar ekki séð þá spila á þessari leiktíð (sé þá mæta mínum mönnum næsta sunnudag). Aftur á móti hef ég fylst með fram liðinu og virðast þeir loksins vera að fatta að þeir eru að spila handbolta afþví að þeir hafa gaman af því. Eftir Parísar ævintýrið þjappaðist hópurinn saman og er farið að spila ágætis handbolta. Ég hef áhyggjur af því að sóknarleikurinn verði ekki nægilega góður á móti vörn...

Re: Simply-Led.

í Rokk fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég verð að vera sammála og ósammála, Phil er geðveikur á gítarinn og trommarinn fínn, basaleikarinn sömuleiðis, ég er sammála með að Stairway hafi ekki verið nógu gott, þessi flauta á keyboardinu var ekki nógu sannfærandi en í heildina var þetta það var rosalega flott en ég var ekki sáttur við Keith, mér fannst hann bara ekki góður, hann var að pína sig of mikið við þetta, hann vantar allan raddstyrk til að gera þetta almennilega. Ég verð að segja að Pétur og Matti sungu betur með...

Re: hjálp ! (námsval)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég er prentsmiður og þekki þennan hönnunar- og prentbransa mjög vel. Ég fæ verkefni frá mjög mörgum hönnuðum í minni vinnu og eru þau eins mismunandi og þau eru mörg, það er ekki hægt að alhæfa um það að einhver námsleið sé betri en önnur þegar hönnun er annars vegar, ég er þó þeirrar skoðunar að menn verði að læra grunnatriðið, eins og margir orða það þá veðrur maður að kunna reglurnar til að geta brotið þær. Ég vil tildæmis nefna leturnotkun, letur notkun hjá sjálfmentuðum hönnuðum er mjög...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok