Glæsilegt mót í dag (GG allir) Mótið í dag tókst með miklum ágætum. Sex lið mættu, spilað var einfaldur riðill þannig að allir léku við alla, samtals þrjátíu leiki.

Tímasetning stóðst að mestu og ekki vantar mikið upp á til að skipulagningin hjá Englunum gangi 100% upp…fyrst og fremst vantar agaðri þáttakendur, sem eru tilbúnir þegar kemur að þeim…..

En þetta gekk allt vel upp…nema kannski spilið hjá okkur í Bene Tleilax…þar vantar svona pínku oggu agga lítið upp á enn…tala betur saman strákar…og næst sýnum við þeim…erþaggi…

Keppt var eftir Millenum Series reglunum með smá aðlögunum og hörðustu refsingum sleppt, enda oft erfitt að dæma og spilamennskan hér á góðu heiðursmannastigi og þau brot koma eiginlega ekki upp. Dómgæslan var til algerrar fyrirmyndar hjá tveimur Bandaríkjamönnum af Vellinum, greinilega kunnáttusamir spilarar og nokkuð reyndir dómarar. Þeir eiga heiður skilinn fyrir að taka bara að sér dómarastarfið þegar þeir náðu ekki saman liði í tíma.

Fyrir hvern leik var mest hægt að fá 100 stig og 500 stig úr mótinu öllu. Fyrir hvern andstæðing merktan úr leik fékk lið 3 stig. Fyrir hvern leikmann sem lið á eftir í lok leiks - 3 stig. Fyrir að ná fána andstæðinganna 30 stig. Fyrir að hengja fána andstæðinganna í heimahöfn 40 stig.

Úrslit urðu þessi :

Ice Family 303 stig
Goodfellas 300 stig
Suddar 199 stig
Bulletproof 156 stig
Englar 134 stig
Bene Tleilax 118 stig

Suddar, nýliðar í greininni á sínu fyrsta móti stóðu sig sérstaklega vel og fengu mikið lof í lófa í lokin….úff..ofstuðlun eins og í fyrirsögn hjá bresku æsifréttablaði…heyrði ég því fleygt að Goodfellas hefðu gefið þeim ýmsa tilsögn og Suddar þökkuðu fyrir sig með því vinna þá….

Næsta mót verður brill og gaman væri að sjá enn fleiri lið.

kveðjur
Guðmann Bragi