Hvað finnst þér um fólk sem hittist á private.is?

Ég fékk þessa spurningu í dag, á þeim ágæta en umdeilda
vef, private.is og fannst ég verða að komast að því hvort fleiri
eru á sömu skoðun og ég.


Svona svaraði ég spurningunni:

Þetta er mjög góð spurning, málið er að að í íslensku
samfélagi í dag er þetta og einkamal.is einhverskonar taboo,
það má ekki tala um þetta, nema í pískri.
Almannaálit er nú víst þannig að það sé ekkert nema frekar
skrýtið fólk sem á þessa staði sækir, þetta eru bara pervertar
eða þaðan af verra, nördar.
En af einhverjum óskyljanlegum ástæðum eru samt um
40.000 virkir notendur að einkamal.is og ríflega 5000 á
private.is, mikið helvíti er mikið af nördum og dónalýð á
íslandi. ;)

Nei ég er þeirrar skoðunar að með þessari þjónustu
komumst við kannski næst því að koma á þessari
margumræddu “stefnumóta-menningu” á hérlendis.
Ég verð líklega að játa mig í hóp nördanna, (ekki vil ég líta á
mig sem pervert :). ) þar sem mér finnst þessi möguleiki í
raun mun meira heillandi en þetta blessaða bæjarhösl.

En einhverra hluta vegna virðist það vera eðlilegra að hittast
sótdrukkinn rétt undir morgun á einhverjum skemmtistað
borgarinnar… þó helst ekki fyrr en annar aðilinn er orðinn það
blekaður að hann getur ekki pantað sér bíl sjálfur og þvælist
því um þar til einhver í sömu hugleiðingum verður á vegi
þeirra en þó með “TAXXIIII- rænu”
Blessað fólkið áttar sig þá kannski á því daginn eftir , í hvaða
skít það lenti þegar það þarf að naga af sér hendina.
Mér finnst ekki mikil rómantík yfir þessari vinsælu aðferð.

Persónulega heillar það mig meira að vera búin að kynnast
viðkomandi lítilega nú og ef þau kynni sem myndast “blint” eru
vænleg þá getur fólk kannski hittst á kaffihúsi og ákveðið
svona smátt saman hvort eitthvað verður úr herlegheitunum.

….og hana nú!

En ykkur hvað skoðun hafi þið

kv.
Sario