Öryggismál Það er eitt sem mig langar sjá breytast í litboltanum á þessu ári og það eru öryggismálin. Þar er ég jafn sekur og hver annar, enda er það einhvern veginn þannig hegðunarmynstur hópsins verður “normið” þó það ætti í raun að vera öðruvísi.

Fyrst og fremst er það notkun hlauptappa eða hlaupsokka sem mér finnst vanta.

Fyrir þá sem ekki þekkja, þá eru hlauptappar plasttappar með handfangi eða spjaldi sem troðið er í hlaupið til að loka því. Hlaupsokkar eru hólkar úr sterkum nylondúk sem smeygt er yfir hlaupið og festir aftur fyrir handfang eða annan álíka stað með teygju.

Hlauptappar eða sokkar stöðva slysaskot. Hlaupsokkar eru betri en tappar, sérstaklega á rafstýrðum merkjurum sem þurfa litla snertingu á gikkinn til að hleypa af, þar sem fyrsta kúla getur losað tappa og næsta kúla þar með sloppið í gegn. Einnig splundrast kúlan á tappanum og klístrar allt hlaupið, en í sokkinum springur kúlan við hlaupendann í sokkinum og er auðveldara að þrífa.

Á milli leikja er freistandi að taka grímuna af sér. Svo höldum við líka á merkjaranum, því menn vilja síður láta dýra hluti frá sér á jörðina. Það gerast slysaskot, ég skaut sjálfur einu af í miðjum hóp, beint upp í loft sem betur fer, síðast þegar ég spilaði. Sama dag skaut annar í jörðina við fæturna á hópnum.

Ef við förum ekki að gæta betur að öryggismálunum og nota hlauptappa og helst hlaupsokka, þá mun alvarlegt slys gerast. Látum það ekki henda.

Verum með sokk eða tappa þangað til allir eru komnir með grímur á og leikur að hefjast. Tappinn eða sokkurinn á að fara í vasa og vera settur á aftur þegar menn eru merktir úr leik eða leikurinn er búinn og gengið er af vellinum, þannig að ef enginn sé grímulaus innan um óvarða merkjara…..

kv,
Guðmann Bragi
DaXes|LBFR