Það er kominn tími til að segja það að besti sölumaður í hljóðfærabransanum er Andrés í Tónastöðinni. Hann er algjör kóngur að mínu mati. Honum er nokk sama hvort þú kaupir hjá honum, það sem skiptir mestu máli í hans haus er að viðskiptavinurinn sé að fá gott hljóðfæri ekki eitthvað drasl. Hann segir manni jafnvel að kíkja í aðrar búðir sem selja vöruna sem þú sækist eftir hverju sinni ef hann á ekki neitt eða hann sé ekki með neitt nógu gott. Þetta leiðir af sér að þegar maður er spurður að einhverri góðri hljóðfæraverslun þá nefnir maður oftast Tónastöðina og mælir með honum.

Um daginn fóru ég og vinur minn í Tónastöðina (Það vildi þannig til að hún var sú eina sem var með opið) og vorum að skoða hina og þessa plokkhörpur (gítarar & bassar) og svona sem maður gerir í hljóðfærabúð og ég ætlaði að segja honum frá því að einn takkinn á plokkhörpunni sem ég prófaði virkaði ekki og hann vissi af því og fór að tala um plokkhörpuna (Gibson nighthawk) og hvernig honum líkaði ekki gibsonar nú til dags. Hann fór síðan að spjalla þegar ég sagði honum að mér þætti jazz-plokkhörpur skemmtilegastar. Hann ákvað síðan að leyfa okkur að heyra disk eftir Luc Sylvain sem hann átti (hann ætlaði að loka búðinni kl. 3 og hún var 3:40) því að ein plokkharpan sem hann var að selja var sú sem kauði spilaði á á disknum. Diskurinn var geðveikt góður. Þá ákvað kóngurinn að spjalla um hin ýmsu hljóðfæri. Saxafón,trompet og þverflautu til að vera nákvæmur og hann sagði meðal annars að saxafón væri léttasta blásturshljóðfærið til að læra á. Við spjölluðum í 1 og hálfan tíma og klukkan var farinn að ganga fimm þegar við fórum. Er við löbbuðum út sögðum við vinirnir samtímis: ,,djöfulsins Kógur…strumpur!!!"

Þetta sínir manni bara eitt og það er að þessi maður er kóngur í sínu ríki og ekkert annað…meistari!!!
Lifi funk-listinn