Jæja, hugamenn nú fer að líða að næsta handknattleikstímabili hér á Íslandi. Eins og vanalega eru nokkrar sviptingar á leikmanna- og þjálfaramarkaði. Líklega fara Íslandsmeistarar KA verst út úr þeim viðskiptum þar sem þeir hafa misst 5-6 leikmenn og þjálfarann Atla sem fór til Þýskalands og tók Halldór miðjumann með sér. Haukar hafa misst bæði Rúnar og Einar Örn en fengið Þórir og líklega Roberts frá Selfossi í staðinn til fylla í þau skörð. ÍR nældi í efnilegasta mann Íslandsmótsins í fyrra Guðlaug Hauks. Fram hefur fengið Héðinn Gilsson úr FH, Valdimar Þórsson úr Selfossi og Harald Þorvarðarson frá Þýskalandi. FH-ingar eru stórhuga og hafa samið við þá Arnar Péturs og Svavar Vignis úr ÍBV og Magnús Sigmunds markvörð úr Haukum. Grótta/KR hafa bætt við sig mannskap. Spútniklið Þórs hafa misst hornamanninn knáa Brynjar Þór Hreinsson til RVK og lætu danann Rene Smed fara en hafa fengið Hörð Flóka fyrrv. KA-mann í staðinn. En undarlegasta fréttin í handboltanum er líklega sú frétt að markmaðurinn ungi frá Selfossi Gísli Guðmundsson sé hættur að spila og orðinn þjálfari liðsins aðeins 24 ára gamall. Þetta hlýtur að vera enn af yngstu meistaraflokksþjálfurum sem hafa verið hér á landi. Auðvitað vantar alveg helling af félagsskiptum. Hvernig væri ef menn myndu nú koma með fleiri félagsskipti leikmanna og þeirra hugleiðingar um næstkomandi tímabil.

handboltakveðjur
tuminn